Lokafrágangur hússins á Freyjugötureitnum hafinn
feykir.is
Skagafjörður
20.12.2023
kl. 10.04
Enn stendur fjölbýlishúsið sem byggt var við Freyjugötu á Sauðárkróki autt og hafa ýmsir velt fyrir sér hvar þau mál standa. Í ágúst í fyrra, eða fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, birti Feykir frétt þess efnis að verklok væru áætluð mánaðamótin þar á eftir og mátti skilja að stutt væri í að átta íbúðir hússins færu í leigu. Ekki gekk það eftir en samkvæmt heimildum Feykis er nú unnið að lokafrágangi íbúðanna og í kjölfarið verða þær auglýstar til leigu.
Meira
