Fréttir

Matarþjónusta í dreifbýli

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar má finna augýsingu þar sem félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Geiri með Söngkvöld í Salnum

Einu sinni var engin Laufskálaréttarhelgi án dansleiks með Hljómsveit Geirmundar. Nú er öldin önnur en þau sem dreymir um ball með Geira þurfa þó ekki að örvænta. Sveiflukóngurinn verður í gamla góða fílingnum í kvöld í Salnum í Kópavogi til að syngja og tralla með gestum í skagfirskri sveiflu. Þegar skemmtanaglaðir komast ekki í Skagafjörðinn þá kemur Skagafjörðurinn til þeirra – það er bara þannig.
Meira

Veiði dræm á lélegu laxveiðisumri

Húnahornið er ávalt með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í hinum eftirsóttu veiðiám í Húnavatnssýslum. Þar segir nú frá því að lélegu laxveiðisumri sé nú að ljúka og eru flestar laxveiðiár að loka eða þegar búnar að því. Raunar má segja að umræða um eldislax, sem hefur laumast leyfislaust í veiðiárnar nú á haustdögum, hafi skyggt á umræðu um lélega veiði.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Umferð hleypt á nýja Þverárfjallsveginn

Umferð hefur verið hleypt á nýja hluta Þverárfjallsvegar á milli Blönduóss og Skagastrandar. Um er að ræða átta kílómetra langan kafla í Refasveit og Skagastrandarveg. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir umferð þá er enn verið að vinna við veginn. Hraði hefur verið tekin niður í 70 km/klst vegna steinkasts og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða merkingar.
Meira

Bleika slaufan er komin í sölu

Bleika slaufan 2023 er komin í sölu og hefur hún sjaldan verði bleikari og fegurri en í ár. Slaufan er úr bleikum steinum sem eru misjafnir í lögun sem er vísun í það hvað mannfólkið er ólíkt.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á miðvikudag mætti Lögreglan á Norðurlandi vestra í heimsókn í alla bekki Árskóla á Sauðárkróki. Lögreglumenn ræddu við nemendur um ýmsar hættur í umferðinni og í kringum skólann og brýn var fyrir nemendum að fara varlega.
Meira

Tindastól spáð titlinum

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna var opinberuð á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á komandi tímabili. Tindastóll fékk 340 stig af 396 mögulegum stigum. Val er spáð öðru sætinu og það sem er kannski stóra fréttin í þessari spá að nýliðunum í Álftanesi er spáð þriðja sætinu.
Meira

Jól í skókassa

Verkefnið „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Ladies Circle í Skagafirði tekur á móti pökkum fyrir góðgerðarverkefnið „Jól í skókassa“ og í ár verður tekið á móti kössum í Safnaðarheimilinu á Sauðárkóki mánudaginn 30. október nk. milli klukkan 17:00 og 20:00. Kassarnir eiga að vera tilbúnir til afhendingar þegar þeim er skilað inn. 
Meira