Fréttir

Nemendur í Varmahlíð galdra fram útilistaverk

Nú eruskólarnir komnir á full og alltaf eitthvað gaman í gangi. Margt áhugavert og skondið má finna á heimasíðum skólanna og á síðu Varmahlíðarskóla má lesa um að nemendur fengu það verkefni á dögunum að búa til listaverk úr því hráefni sem náttúran gefur af sér, t.d. með steinum, greinum, könglum, grasi og ýmsu fleiru.
Meira

Stefán Pedersen - Minning

Stefán Pedersen heiðursfélagi GSS lést 9. september og var borinn til grafar í dag, 21. september.
Meira

„Þetta er vítamínsprauta,“ segir Pétur Ara

„Þrátt fyrir að þetta sé geggjaður árangur þá væri sennilega of djúpt í árina tekið að setja þetta sem mesta íþróttaafrek Húnvetninga. Hvöt hefur áður verið í þriðju efstu deild, þannig að þetta er jöfnun hvað varðar knattspyrnu og bara frábært. Við eigum síðan endalaust mikið af afreksfólki í gegnum tíðina t.d. í frjálsum og fleiru,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, aðspurður um afrek Kormáks/Hvatar að sigla fullri ferð upp í 2. deild.
Meira

Vilja að höfuðstöðvar RARIK verði á landsbyggðinni

Húnahornið segir frá því að fimm þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva RARIK ohf. á landsbyggðina. Vilja þau að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stefna að flutningi höfuðstöðvanna og að hann kanni á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Þingsályktunartillagan hefur tvisvar áður verið lögð frá, á 151. löggjafarþingi og því 153.
Meira

Meistari meistaranna

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira

Kvennaliði Tindastóls spáð fimmta sæti

Nú í hádeginu var birt spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta. Þar er liði Tindastóls spáð fimmta sætinu en alls eru það átta lið sem taka þátt í 1. deildinni. Í Subway-deild kvenna var liði Keflavíkur spáð sigri í deildinni af báðum aðilum; sams konar hópi og spáði í 1. deildina og síðan fjölmiðlamenn.
Meira

Tilefni til frekari rannsókna á Hóli

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær símtal um að mannabein hafi komið í ljós við framkvæmdir þótt vissulega gerist það annað slagið. Það kom því verulega á óvart þegar starfsmenn RARIK tilkynntu um fund mannabeina á Hóli í Sæmundarhlíð,“ segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, þegar Feykir innir hann eftir beinafundi við bæinn Hól í Sæmundarhlíð sem Feykir.is sagði fyrst frá í ágúst. Guðmundur segir að beinin hafi fundist í grunnum skurði þegar verið var að leggja nýja heimtaug að bænum.
Meira

„Áfram og upp!“ segir Unnur Valborg

„Ég er óskaplega stolt af þessum árangri liðsins og er nokkuð viss um hann er eitt af mestu afrekum í íþróttasögu Húnvetninga. Þessi félagsskapur sem heldur utan um liðið er rekinn áfram af leikgleði og alltaf er stutt í léttleikann. Það ásamt góðum þjálfurum og topp leikmönnum er í dag að skila þessum frábæra árangri,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, þegar Feykir innti hana eftir því hvort það afreka liðs Kormáks/Hvatar, að tryggja sér sæti í 2. deild, væri stærsta íþróttaafrek húnvetnskrar íþróttasögu.
Meira

Viðgerð á stigahúsi Húnaskóla að ljúka

Á heimasíðu Húnaskóla á Blönduósi er sagt frá því að nú er verið að ljúka viðgerð á stigahúsinu í skólanum. Til að kóróna verkið bjó Inese, myndmenntakennari og snillingur (eins og segir á síðunni) til skapalón með stöfum Húnaskóla og hún og Ástmar málari máluðu nafn skólans á stigahúsið í dag.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira