Fréttir

Stóð rekið yfir Blönduósbrú

Það var talsvert sjónarspil nú á föstudaginn þegar stóð var rekið til Laxárdalsréttar í gegnum Blönduós. Rétt eins og hinir fararskjótarnir þá urðu hrossin að fara yfir Blönduósbrú. Það var Haukur Suska Garðarsson, hestaferðafrömuður frá Hvammi II í Vatnsdalnum, sem fór fyrir hópnum
Meira

Það verður hægt að komast á bílaséns á fimmtudaginn

Hraðstefnumót Öskju hófst fyrir viku þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni. Fyrsta Hraðstefnumótið var haldið í Vestmannaeyjum en bílarnir hafa í kjölfarið haldið austur fyrir land og eru nú á norðurleið. Á fimmtudag verður Hraðstefnumót á Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm. Öskjumenn verða á Sauðárkróki frá kl. 12-16 og verða bílarnir til sýnis á bílaplani KS við Ártorg.
Meira

Tindastólsdagurinn og stuðningsmannakvöld í vikunni

Það styttist í að körfuboltavertíðin hrökkvi í gang á ný fyrir alvöru og pottþétt margur stuðningsmaðurinn sem bíður óþreyjufullur eftir því að gamanið hefjist á ný. Nú býður körfuknattleiksdeild Tindastóls öllum áhugasömum að mæta í Síkið á fimmtudaginn og halda upp á Tindastólsdaginn með stuðningsfólki, leikmönnum, þjálfurum, iðkendum og stjórnarfólki. Næstkomandi laugardagskvöld verður síðan stuðningsmannakvöld á Kaffi Krók.
Meira

Gísli Svan hættir eftir 35 farsæl ár í starfi

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 farsæl ár í starfi. Á heimasíðu FISK Seafood segir að upphafið megi rekja til vorsins 1989 þegar Kaupfélagið fékk Gísla, sem þá var kennari við Samvinnuháskólann á Bifröst, til þess að koma norður og halda fyrirlestur um samskipti, þjónustulund og fleiri málefni. Mikil ánægja var meðal þeirra sem sóttu námskeiðið hjá Gísla og úr varð að Gísli var ráðinn í fullt starf hjá Kaupfélaginu í kaffipásu námskeiðsins.
Meira

Nýi Dansskóli Húnaþings vestra slær í gegn

Fjöldi skráninga í nýja Dansskóla Húnaþings vestra fór fram úr björtustu vonum. Alls eru 52 nemendur nú skráðir og því ljóst að þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi er greinilega mikil, segir á heimasíðu Menningarfélags Húnaþings vestra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda kemur frá nágrönnum okkar og vinum í austursýslunni. Dæmi er um að sumir nemendur séu að fara keyra 80 kílómetra, aðra leiðina, til að mæta,“ segir Sigurður Líndal formaður Menningarfélagsins.
Meira

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir bókun á matvælaráðherra

Í síðustu viku sendi sveitarstjórn Húnabyggðar frá sér bókun þar sem lýst var þungum áhyggjum vegna þeirrar staðreyndar að eldislaxar væru að veiðast í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. Nú hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra sömuleiðis sent frá sér bókun vegna málsins en þar er skorað á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.
Meira

Hannah Cade kvödd með virktum

Það var falleg stund að leik loknum hjá Stólastúlkum á laugardaginn þegar Donni tilkynnti stuðningsmönnum að Hannah Jane Cade hefði verið að spila sinn síðasta leik fyrir lið Tindastóls. Hún var að klára sitt annað tímabil á Króknum, fór með liðinu upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilaði stóra rullu í að halda liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Meira

Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.
Meira

„Stund sem við munum aldrei gleyma“

„Ég átti klárlega von á vel gíruðu Tindastólsliði í leiknum. Vikan fram að leik var búin að gefa mjög góð fyrirheit og við fundum það á öllum hópnum að þær voru heldur betur harðákveðnar í að klára dæmið af krafti. Síðan svo sem fór það fram úr okkar draumum og leikmennirnir sem og stuðningsmenn gerðu þetta að stund sem við munum aldrei gleyma,“ segir Donni Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, sem bauð upp á eftirminnilega veislu á Sauðárkróksvelli í gær en liðið gjörsigraði lið ÍBV í leik þar sem áframhaldandi sæti í Bestu deildinni var í húfi.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Á Fésbókarsíðu Fornverkaskólans var í síðustu viku sagt frá því að mikið hafi verið um dýrðir hjá skólanum í september. Tvö námskeið voru haldin í torfhleðslu, annað á Tyrfingsstöðum á Kjálka og hitt á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.
Meira