Fréttir

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Það er Norðanpaunk á Laugarbakka um helgina

Það er alls konar um allt land þessa verslunarmannahelgina. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Þjóðhátíð er að venju í Eyjum, Innipúki á höfuðborgarsvæðinu, Ein með öllu á Akureyri, tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði og Síldarævintýri á Sigló. Hér á Norðurlandi vestra er í það minnsta hátíð í Fljótum, Unglingalandsmót á Króknum og á Laugarbakka er jaðartónlistarhátíðin Norðurpaunk.
Meira

Þingmaður á rangri leið : Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Þann 2. ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd.
Meira

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Kormákur/Hvöt í frábærum málum

Kormákur/Hvöt eru í góðum málum eftir að hafa unnið tæpan 1-2 sigur á Elliða í Árbænum í gær.
Meira

Vegleg gjöf til Hollvinasamtaka HSB

Þessi mánaðarmót verða lengi í minni formanns Hollvinasamtaka HSB, Sigurlaugar Þóru Hermannsdóttur. Kvenfélagskonur í Bólstaðarhlíðar og Svínavatnshreppi buðu formanni í grillveislu í Dalsmynni þann 1. ágúst.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindarhlaupi í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason varð um sl. helgi Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi þegar Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Reykjavík.
Meira

Gunnhildur í blaðamanninn

Í kjölfarið á hagræðingu innan Nýprents var starf blaðamanns lagt niður í upphafi Covid-faraldursins 2020 og meiri ábyrgð varðandi efnisöflun færðist því á ritstjóra Feykis og aðra starfsmenn Nýprents. Nú hefur verið ráðinn blaðamaður til starfa að nýju en Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari og veislustjóri, hefur ákveðið að taka slaginn með Feyki.
Meira

Ályktun Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar um stöðvun strandveiða 2023

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun matvæla­ráð­herra um stöðvun strandveiða 11. júlí sl. Með því voru meira en 700 sjómenn sviptir tekjum og rekstargrundvelli kippt undan útgerðum strandveiðibáta og fjölda annarra fyrirtækja um allt land.
Meira

Stólarnir halda sér í barráttunni um að komast upp um deild

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu tók á móti Álftanesi í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn var Álftanes í næst neðsta sæti með fimm stig en Stólarnir í fjórða sætinu með 20 stig, ennþá að daðra við það að komast upp um deild.
Meira