Fréttir

Húnvetningar enn í góðum málum þrátt fyrir tap

Bleiki valtarinn fór ekki í gang í Malbikunarstöðinni að Varmá í dag. Lið Kormáks/Hvatar missteig sig því aðeins í toppbaráttu 3. deildar en þeir sóttu Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ og tembdust við að koma boltanum í markið fyrir framan 50 áhorfendur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn gerðu eina mark leiksins en það var lán í óláni að lið Víðis í Garði, sem var í þriðja sæti deildarinnar, tapaði á sama tíma fyrir Árbæingum sem stukku þá upp fyrir Víði.
Meira

Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra

Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
Meira

Stólarnir glutruðu niður forystu í blálokin

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu lagði leið sína á Selfoss í gær til að etja kappi við heimamenn þar í Árborg. Liðin eru bæði í barráttu um að komast upp úr fjórðu deildinni og leikurinn því afar mikilvægur fyrir bæði lið. Fóru leikar þannig að liðin skiptu með sér stigum, lokastaðan 2-2.
Meira

Tindastólslagið fleytti Svisslending í úrslit á Heimsmeistaramótinu

Svisslendingurinn Eyvar Albrecht reið forkeppni í slaktaumatölti á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í morgun sem væri nú öllu jafna ekki frásögu færandi hér í Feyki, nema hvað að lagið sem hann valdi til að ríða “prógramið“ var Tindastólslagið sem Úlfur Úlfur gaf út vorið 2022.
Meira

Rannveig bætist við í hóp Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur.
Meira

Þórarinn þjálfar á heimsmeistaramóti: „Úrslitin ráðast mikið utan vallar"

Þessa dagana stendur yfir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi. Þórarinn Eymundsson, tamningamaður, reiðkennari, hrossaræktandi og lektor við hestafræðideild Háskólans á Hólum tekur þar þátt sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum.
Meira

Pavel um Evrópukeppnina: ,,Það má segja að óvissan sé jákvæð"

Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls, lýst þokkalega á liðin og að spila í Eistlandi þótt það sé erfitt að segja til um andstæðingana að svo stöddu.
Meira

Efnilegasti leikmaður Breiðabliks til Tindastóls

Inga Sigríður Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun spila með liðinu á næsta tímabili.
Meira

Arnar HU1 landaði 771 tonni á Króknum

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki síðastliðna nótt. Aflaverðmæti um borð er um 300 milljónir og magn úr sjó er um 771 tonn og mun þetta vera mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu.
Meira

Lögreglustöðin á Hvammstanga verður mönnuð frá 1. september

Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um langt árabil hafi það verið baráttumál sveitarstjórna í Húnaþingi vestra að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Það er því ánægjulegt að greina frá því að með auknu fjármagni til lögregluumdæmisins frá dómsmálaráðuneytinu verður unnt að manna stöðina Hvammstanga frá 1. september nk.,“ segir í fréttinni.
Meira