Matvælastofnun kærir bændur í Miðfirði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.08.2023
kl. 19.11
Nú eru fjórir mánuðir síðan riðusmit var staðfest í Miðfjarðarhólfi og hefur það dregið dilk á eftir sér. Í frétt á RÚV er sagt frá því að Matvælastofnun hafi kært bændur á bæjunum Barkarstöðum og Neðri-Núp til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. „Það eiga þeir að hafa gert með því að afhenda ekki tíu gripi sem komu af bæjum þar sem riða hefur verið staðfest. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í fréttinni.
Meira
