Fréttir

Matvælastofnun kærir bændur í Miðfirði

Nú eru fjórir mánuðir síðan riðusmit var staðfest í Miðfjarðarhólfi og hefur það dregið dilk á eftir sér. Í frétt á RÚV er sagt frá því að Matvælastofnun hafi kært bændur á bæjunum Barkarstöðum og Neðri-Núp til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. „Það eiga þeir að hafa gert með því að afhenda ekki tíu gripi sem komu af bæjum þar sem riða hefur verið staðfest. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í fréttinni.
Meira

Króksmótið nálgast - „Fótboltamót snúast um að skapa góðar minningar og fá tækifæri til að þroskast og læra“

Það er skammt milli stórra högga í viðburðarhaldi á Sauðárkróki þessa dagana því að nú örfáum dögum eftir að Unglingalandsmóti UMFÍ lauk, hefst Króksmót, laugardaginn 12. ágúst.
Meira

Hólahátíð um helgina

Pílagrímaferðir, endurútgáfufagnaður sálmabóka, helgistund, kvöldverður, morgunstund í Hóladómkirkju, hátíðarmessa þar sem biskupar Íslands þjóna og hátíðardagskrá þar sem Ásgeir Seðlabankastjóri og Kammerkórinn koma fram, eru á meðal dagskrárliða á hátíðinni í ár.
Meira

Markalaust jafntefli í botnbarráttuslag

Tindastólskonur tóku á móti Selfoss í botnbarráttuslag í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í gær. Tindastóll hafði þar dauðafæri á að slíta sig frá neðstu liðunum í deildinni um stund en mistókst það og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Eva Rún áfram með Tindastól!

Eva Rún lék 23 leiki fyrir Tindastól í fyrstu deild kvenna á síðasta tímabili og skilaði þar að meðaltali 10.4 stigum, 14 í framlagi, 6.5 fráköstum og 5.9 stoðsendingum í leik.
Meira

Stefnt að malbikun þriggja gatna í Varmahlíð í ár

Malbikunarframkvæmdir eru hafnar í Varmahlíð en Norðurbrún hefur þegar verið malbikuð. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra Skagafjarðar stendur einnig til að Laugavegur verði malbikaður í ár sem og lenging Birkimels í Varmahlíð að hluta. Fyrir tveimur árum féll aurskriða úr Norðurbrún og niður á Laugaveg og mildi að ekki fór verr og ýmislegt sem huga hefur þurft að á svæðinu í kjölfarið.
Meira

Grettir Bar & Lounge opnaður á Hótel Laugarbakka

Um miðjan júní var Grettir Bar & Lounge opnaður á Hótel Laugarbakka. Áður hafði rýmið sem hýsir barinn, gamla íþróttahúsið á Laugarbakka, einungis verið nýtt yfir vetrarmánuðina fyrir ráðstefnur, árshátíðir, fundi, jólahlaðborð og mismunandi viðburði.
Meira

Upp er kominn frisbígolfvöllur á Hvammstanga

Upp er kominn níu körfu frisbígolfvöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. 
Meira

Húnaþing vestra óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Húnaþing vestra óskar nú eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga.
Meira