Næstkomandi laugardagskvöld verður Aðalgatan á Sauðárkróki færð í betri stílinn þegar lokað verður fyrir bílaumferð og heljarinnar sviði slegið upp. Á sviðinu munu fara fram tónleikar sem hefjast klukkan 19:30, ásamt því að fyrirtæki í götunni munu hafa dyrnar sínar opnar fram á kvöld þar sem fólk getur rölt á milli verslana
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.
Miðstöðin var stofnuð árið 2020 og er markmiðið að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun og meðvitund um umhverfið. Í húsnæði Verðanda, Þangstöðum á Hofsósi er hægt að koma og gera við föt, gera upp húsgögn og nýta aðstöðu og verkfæri til handverks og hönnunar.
Á vef Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin og María Björk Ingvadóttir hafi gert með sér tímabundið samkomulag um aukna upplýsingamiðlun af verkefnum Byggðastofnunar.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur boðað til fundar á morgun, þriðjudaginn 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin í sjötta næstkomandi helgi, 23. – 25. júní nk. Hátíðin var fyrst haldin árið 2018 og kom í stað Jónsmessuhátíðarinnar sem þá hafði verið haldin á Hofsósi í fjöldamörg ár.
Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram á tónleikum í Apótekarastofunni, Aðalgötu 8, í Gamla bænum á Blönduósi miðvikudaginn 21. júní kl. 21:00. Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Hún er alin upp á Brandsstöðum í Blöndudal, dóttir Jóhönnu Helgu frá Móbergi í Langadal og Brynjólfs frá Austurhlíð í Blöndudal. Hún er fædd árið 1996 býr á Brekkunni á Blönduósi með sínum ekta manni Gunnari Inga Jósepssyni og heitir Anna Kristín Brynjólfsdóttir. Aðal hljóðfæri Önnu er röddin, segist vera sígólandi en á engu að síður að baki níu ára nám á píanó og notar þetta tvennt yfirleitt saman.