Fréttir

Siggi Þorsteins kveður Stólana með enn eina meistaramedalíuna í farteskinu

Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í síðustu viku var sagt frá því að Sigurður Gunnar Þorsteinsson og kkd. Tindastóls hafi lokið samstarfi sínu. „Tindastóll á Sigurði margt að þakka, reynsla hans og hæfni voru afar mikilvæg í baráttunni um langþráða titilinn síðastliðin tvö ár. Við erum honum ævinlega þakklát og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Alls voru 45 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum

Þann 9. júní síðastliðinn var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Í frétt á vef háskólansr segir að brautskráðir hafi verið einstaklingar frá fimm þjóðlöndum en auk íslenskra nemenda voru nemendur frá Danmörku, Þýskalandi, Portúgal og Ungverjalandi brautskráðir að þessu sinni. Alls brautskráðust 45 nemendur frá Hólum.
Meira

Frá 17. júní á Blönduósi

Sumir virðast telja að það sé alltaf rok og rigning á þjóðhátíðardeginum góða. Svo er auðvitað ekki þó veðrið sé vissulega misjafnt þann 17. júní. Veður var með besta móti á Norðurlandi vestra í gær þegar haldið var upp á daginn, víðast hvar hlýtt og stillt þó skýin hafi skyggt á sólargeislana. Feykir tók stöðuna á Blönduósi í gær en þar var margt um manninn og mikið um að vera alla helgina því auk þjóðhátíðardagskrár fóru Smábæjarleikarnir í fótbolta fram nú um helgina.
Meira

Kagaðarhóll á Ásum - Torskilin bæjarnöfn

Elzta heimildarskjal um nafnið er ráðsmannsreikningur Hólastóls 1388 og tvívegis í brjefiuu er nafnið á eina leið: Kagadarholl (DI. III. 412 og 546). Í Holtastaðabrjefi (DI. III. 622, sjá, og DI, X. l7) 1397, er stafsett þannig: Kagara- en óhætt má staðhæfa það, að þetta sé misritun fyrir Kagaðar- því þessi breyting finst hvergi annarsstaðar, en, Kagaðar- allvíða (DI. V. 349, IX. 489 og 766) og alt til ársins 1536. Leikur því naumast vafi á því, að Kagaðar- sje óbrenglað nafn, enda þannig ritað í flestum Jarðabókum.
Meira

Er ég miðaldra? Áskorandinn Kristín Jóna Sigurðardóttir Blönduósi

Að mínu mati er ég lífsglöð, kát, ung manneskja. En á vafri mínu um netið nýlega rakst ég á grein í glamúrriti sem bar yfirskriftina „Tuttugu atriði sem benda til að þú ert orðin miðaldra“.
Meira

17. júní fagnað í dag

Í dag eru 79 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Himininn er blár og Tindastóll sigrar á Hlíðarenda

Tindastóll hélt uppteknum hætti þegar sóttur var sigur á Hlíðarenda í gærkvöldi, í þetta skiptið þó í knattspyrnu í 4. deild karla gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, KH. 
Meira

Ágúst Andrésson hættir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Um það er samkomulag að Ágúst starfi hjá félaginu fram yfir sláturtíð í haust og verði svo til ráðgjafar ákveðinn tíma í framhaldinu.
Meira

Kormákur Hvöt og Reynir skildu jöfn í spennandi leik

Reynir Sandgerði mætti í sólina á Blönduósi í gær og atti kappi við Kormák Hvöt í þriðju deildinni í fótbolta. Bæði lið eru að berjast um dýrmæt stig í toppbaráttunni, Reynir í öðru sætinu en norðanmenn í því fjórða. Með sigri hefði Kormákur Hvöt skotist upp fyrir sunnanmenn en allt kom fyrir ekki eins og maðurinn sagði því leikurinn endaði án marka og röðin því óbreytt.
Meira

Vel gengur með hinn nýja Þverárfjallsveg í Refasveit

„Staðan er helvíti góð. Erum að fara að malbika á morgun [á miðvikudag] niður á tenginu við hringveginn og svo förum við að vinna í efri burðarlögum og klæðningum og vonandi verðum við byrjaðir að klæða þegar líður að júlí,“ sagði Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri Skagfirskra verktaka, er Feykir forvitnaðist um stöðuna á veginum sem er í byggingu frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða 3,3 km að lengd. Einnig verða byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.
Meira