Fréttir

Bráðabirgðaviðgerð þarf að fara fram á Hólmavík

Í gær dældi áhöfnin á varðskipinu Freyju olíu úr flutningaskipinu Wilson Skaw þar sem það er statt á Steingrímsfirði. Til stóð að draga skipið í slipp á Akureyri en eftir skoðun á vegum eigenda skipsins var ákveðið að draga skipið til Hólmavíkur, eftir að farmurinn hafi verið færður til, þar sem gerð yrði bráðabirgðaviðgerð og það gert klárt fyrir ferðalagið til Akureyrar.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira

Tindastólsmenn komnir með Njarðvíkinga í gólfið

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir áttu frábæran leik í Ljónagryfjunni sl. fimmtudagskvöld og kjöldrógu heimamenn. Í kvöld spiluðu Njarðvíkingar talsvert mun betur og af meiri hörku en í leik eitt. Það dugði þeim þó ekki því Stólarnir gáfu ekkert eftir frá í fyrsta leik. Það fór því svo að Stólarnir unnu leikinn, 97-86, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Dýrið og Blíða er fyrsta verkefni Leikfélags Blönduóss í níu ár

„Dýrið og Blíða er fjölskylduleikrit frá 1951, byggt á ævintýrinu sígilda. Disney-myndin vinsæla byggir á sömu sögu en efnistökin eru nokkuð ólík. Höfundur verksins [Nicholas Stuart Gray] er eitt ástsælasta barnaleikskáld Breta og verkið er leiftrandi af breskum húmor. Ævintýrið er fallegt og aðeins sorglegt, smekkfullt af töfrum. Verkið hentar allri fjölskyldunni nema kannski allra yngstu börnunum,“ sagði Sigurður Líndal, leikstjóri, þegar Feykir spurði hann út í verkið sem Leikfélag Blönduóss frumsýnir laugardaginn 29. apríl. Í spjalli Feykis við Evu Guðbjartsdóttur, forynju félagsins, hvetur hún heimafólk til að mæta í leikhús. „Ykkar stuðningur skiptir menningarlíf samfélagins öllu máli, því án leikhúsgesta er ekkert leikhús.“
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Mælifell :: Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er frá landnámstíð, og það er nefnt í Landnámabók: „Vékell enn hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá til Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli“ (Landn., bls. 140). Og um Kráku-Hreiðar er þess getið, að „hann kaus at deyja í Mælifell“ (Landn., bls. 141). Af þessari frásögn er það ljóst, að hnjúkmyndaða fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir öndverðu heitið Mælifell. Á seinni öldum hefir það fengið nafnið Mælifellshnjúkur, sem reyndar á betur við, og nú er það að öllum nefnt því nafni.
Meira

Blankiflúr gefur út lagið For You í samstarfi við Jerald Copp

Nýjasta lag Blankiflúr, For You, kom út í gær, föstudaginn 21. apríl. Lagið er samstarfsverkefni Blankiflúr og tónlistarmannsins/pródúsentsins Jerald Copp en þetta er annað lagið sem þau gefa út af væntanlegri EP plötu sem kemur út 25. maí næstkomandi.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi :: Áskorandinn Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir Norðurhaga Húnabyggð

Þegar Jón Kristófer hafði samband og spurði mig hvort ég gæti tekið við áskoranda pennanum þá gat ég auðvitað ekki sagt nei, eins og vanalega þegar ég er spurð að einhverju. Ég hins vegar vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um en lét til skara skríða.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira