Fréttir

Konungur og drottning fuglanna við Vesturós Héraðsvatna

Vorkoman er alltaf fagnaðarefni eftir langan vetur og sálin léttist eftir því sem fleiri farfuglar tínast til landsins. Kunnuglegir vinir kroppa í svörðinn og mófuglar syngja. Svo eru það flækingarnir sem einnig gleðja. Það er nú vafasamt að telja erni og súlur til flækingsfugla en í Skagafirði er afar sjaldgæft að sjá þessa íslensku glæsifugla sem oft hafa verið nefnd konungur fuglanna og drottning Atlantshafsins.
Meira

Sjálfstraust leikmanna Tindastóls gleður Pavel hvað mest þessa dagana

Það fór ekki framhjá neinum að lið Tindastóls tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinn um liðna helgi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Keflvíkinga í parket, vann þrjá leik meðan andstæðingarnir nældu í einn sigur. Það er gaman að fylgjast með Stólunum sem ná vel saman og stemningin í hópnum smitandi. Á bak við liðið er síðan öflugasti stuðningsmannahópur landsins og þótt víðar væri leitað. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Pavel Ermolinski.
Meira

Jákvæðu hliðarnar :: Áskorandapenni Anna Margrét Jónsdóttir Sölvabakka

Nú í vetur hef ég verið virkur þátttakandi í svokölluðum hundahittingum sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í reiðhöllinni á Blönduósi. Bjarki á Breiðavaði heldur utan um þessar samkomur og vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir það óeigingjarna starf sem hann innir af hendi.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með glæsibrag | UPPFÆRÐ FRÉTT

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinnar með öruggum sigri á bitlitlum Suðurnesjapiltum. Stólarnir höfðu betur í öllum leikhlutum leiksins og unnu átján stiga sigur að lokum en mest náðu strákarnir 24 stiga forystu. Það var aðeins í öðrum leikhluta sem gestirnir komust yfir en Stólarnir enduðu leikhlutann með glæsibrag og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 97-79.
Meira

Myndasyrpa frá opnun Fiskmarkaðar Sauðárkróks

Það var móttaka og opið hús í Fiskmarkaði Sauðárkróks sem opnaði í splunkunýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni á Króknum í dag. Fjöldi manns sótti Fiskmarkaðinn heim en boðið var upp á ljúfa tóna og veitingar um leið og Skagfirðingar og gestir fögnuðu opnunni með eigendum.
Meira

Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Verbúðalíf á Höfnum á Skaga :: Byggðasafnspistill

Nýverið fengu Byggðasafn Skagfirðinga og Fornleifastofnun Íslands ses. styrk úr fornminjasjóði til áframhaldandi fornleifarannsókna á verbúðaminjum á Höfnum á Skaga sumarið 2023. Útver voru á Höfnum og munu löngum hafa verið hin stærstu í Húnavatnssýslu en útræði lagðist þar af í lok 19. aldar.
Meira

Riða greindist á Syðri-Urriðaá í í Miðfirði

Við rannsókn á sýnunum á kindum af nokkrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum, þar sem riða greindist í síðustu, reyndist ein þeirra vera jákvæð, samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða.
Meira