Fréttir

Myrkur í gamla bænum á Sauðárkróki - Uppfært

Um nokkurt skeið hefur myrkrið verið alls ráðandi í gamla bænum á Sauðárkróki þegar skyggja tekur þar sem engin götulýsing er fyrir. Ástæðan er sú að verið er að vinna að uppfærslu á kerfi sem stýrir ljósastaurum í gamla bænum.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

118 vinningar dregnir út hjá meistaraflokki kvenna

Dregið var í happdrætti meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Tindastóli á konudaginn. Happdrættið var liður í fjáröflun stelpnanna en þær stefna á æfingaferð til Spánar núna á vordögum til að undirbúa sig fyrir átökin í deild þeirra bestu í sumar.
Meira

Fimmtán starfsgildi hjá frumkvöðlafyrirtæki sem í vor hefur starfsemi á Blönduósi

Morgunblaðið sagði um helgina frá íslensku frumkvöðlafyrirtæki, Foodsmart Nordic, sem mun hefja starfsemi í nýju hátækniframleiðsluhúsi á Blönduósi nú í vor. Fyrirækið framleiðir í dag kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótein í þróunarsetri sínu á Skagaströnd og selur til innlendra aðila en með tilkomu framleiðsluhússins á Blönduósi er stefnt á útflutning. Reiknað er með um 15 stöðugildum við starfsemina auk afleiddra starfa.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Ekki þurfti að rífa brúna þegar allt kom til alls

Í byrjun síðustu viku ruddi Svartá í Svartárdal sig og mátti litlu muna að brúin yfir ána við bæinn Barkarstaði færi af og fyrstu fréttir hermdu að hún væri ónýt og ekkert annað í stöðunni en að rífa hana. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir hins vegar að skemmdirnar hafi verið mun minni en í fyrstu var ætlað og var brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar ekki lengi að kippa brúnni í lag og var hún opnuð á ný sl. föstudag.
Meira

Fjölda lóða skilað í Nestúni og því tíu lausar

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar voru alls níu, áður úthlutuðum, íbúðarlóðum í Nestúni á Sauðárkróki skilað inn. Lausar lóðir í Skagafirði eru nú aðgengilegar í Kortasjánni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Vatnið komið í lag á Hvammstanga

Í annarri viku febrúarmánaðar kom upp grunur um mengun af völdum yfirborðsvatns í annarri af tveimur vatnslindum vatnsveitu Hvammstanga. Var lindinni lokað í kjölfarið en vonir stóðu til þess að lindin fengi grænt ljós nú fyrir helgi en sýnin sem tekin voru til að kanna hvort enn væri mengun í neysluvatninu týndust í flutningum. Ný sýni voru tekin fyrir helgi og samkvæmt tilkynningu á vef Húnaþings vestra í morgun hafa niðurstöður leitt í ljós að ekki er lengur um of hátt gerlainnihald að ræða. Ekki er því lengur þörf á að sjóða neysluvatn.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira