Hlaupið til styrktar Einstökum börnum

Yfir 100 manns tóku þátt í hlaupinu. MYNDIR: HJALTI ÁRNA
Yfir 100 manns tóku þátt í hlaupinu. MYNDIR: HJALTI ÁRNA

Hlaupið tókst vonum framar. Veðrið slapp vel til og mætingin var einstaklega góð. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem stóð fyrir hlaupinu og var að gera þetta í fyrsta skipti, fyrirvarinn var frekar stuttur og eflaust hefði verið hægt að auglýsa hlaupið víðar en miðað við allt og allt þá var þetta virkilega vel heppnað,“ segir Selma Barðdal, einn aðstandenda Styrktarhlaups Einstakra barna, í spjalli við Feyki en hlaupið var á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn.

Selma segir að rúmlega 100 manns hafi tekið þátt í hlaupinu og það hafi allir dottið í hlaupagírinn við að taka þátt í skemmtilegri upphitun sem þær Sara Kristjánsdóttir og Ragndís Hilmarsdóttir stýrðu með mikilli snilld.

Hversu víða var hlaupið til stuðnings Einstökum börnum? „Það var einungis hlaupið á tveimur stöðum, hér á Sauðárkrkóki og í Reykjavík, að þessu sinni, en þetta er í fyrsta skipti sem þetta hlaup er haldið og það er Áslaug Arna,háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem á hugmyndina af þessu hlaupi.“

Má reikna með að hlaupið verði árlegur viðburður og þá mögulega á fleiri stöðum? „Við stefnum að því að endurtaka hlaupið að ári og vonandi festist það í sessi og verður árlegur viðburður,“ sagði Selma að lokum.

Í frétt á heimasíðu Einstakra barna segir að það hafi verið sérstaklega ánægjulegt að nokkur „Einstök börn“ mættu í hlaupið á Króknum. „Mörg börn, sem eru auðvitað einnig einstök, tóku þátt í hlaupinu til að styðja langveika félaga sína. Hafi þau bestu þakkir fyrir,“ segir í fréttinni.

Hjalti Árna tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir