Fréttir

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

FNV mætir FG í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram í kvöld og lið FNV, sem lagði Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð, mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 16-liða úrslitum. Viðureignin fer fram í kvöld, 16. janúar, klukkan 20:35 í beinni útsendingu á Rás 2.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Meira

Yfir 20 lögaðilum á Norðurlandi vestra hótað slitum

Ríkisskattstjóra hefur verið falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum. Á heimasíðu Skattsins kemur fram að fyrirhugað sé að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi og eru yfir 20 þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Nýjasta rit Húnavöku komið í dreifingu

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur gefið út ársritið Húnavöku frá árinu 1961. Nýverið kom út 61. og 62. árgangur ritsins í einni bók, en lítil þúfa í formi veiru setti allt skipulag og undirbúning útgáfunnar úr skorðum um stund. Feykir setti sig í samband við Magdalenu Berglindi Björnsdóttur, ritstjóra Húnavökunnar, og spurðist fyrir um efnistök.
Meira

Skagafjörður leiðandi í Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

Gerðar hafa verið viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi sem tóku gildi þann 1. janúar sl. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að þjónustusvæði einstakra barnaverndarþjónustu hafa verið skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki.
Meira

Örvar Birkir í stól framkvæmdastjóra hjá Selasetri Íslands

Örvar Birkir Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga frá og með áramótum. Í tilkynningu á vef setursins kemur fram að Páll L. Sigurðsson hafi jafnframt látið af störfum.
Meira

Tugmilljóna hækkun á leiguverði Víðidalsár

Tilboð í eina vinsælustu veiðiá landsins, Víðidalsá í Vestur-Húnavatnssýslu, voru opnuð í gær. Samkvæmt veiðivefnum Sporðaköstum á Mbl.is bárust tilboð frá fimm aðilum og nokkuð ljóst að leiguverðið, sem nú er um 80 milljónir króna á ári, mun hækka um tugi milljóna en nokkur tilboðanna sem bárust munu hafa verið vel yfir 100 milljónir króna.
Meira

Blankiflúr keppir um Sykurmolann

Sykurmolinn kallast lagakeppni sem fram fer á útvarpsstöðinni X977 en þar fá óþekktir tónlistarmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma sér á framfæri. Keppt er bæði í kvenna- og karlaflokki og að þessu sinni á einn Króksari lag í keppninni. Það er Inga Birna Friðjónsdóttir, sem kallar sig Blankiflúr, en hún er með lagið Modular Heart í keppninni ásamt samstarfsmanni sínum, Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem kallar sig Jerald Copp.
Meira

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.
Meira