Fréttir

Nýtt hljóðkerfi tekið í gagnið í Síkinu

Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun það leysa af hólmi gamla kerfið sem var víst komið á tíma. Fram kemur í frétt á heimasíðu Skagafjarðar að nýja kerfið sé mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er þar að auki mun einfaldara í notkun.
Meira

Frábær lið og fallegir dómarar í Síkinu í kvöld

Áfram heldur körfuboltinn að skoppa og í kvöld er sannkallaður stórleikur í Síkinu því þá mæta Keflvíkingar í heimsókn. Subway-deildin er jöfn og skemmtileg og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem virðast vart tapa leik. Lið Keflavíkur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig að loknum ellefu leikjum en Stólarnir eru með 12 stig í sjöunda sæti og hafa ekki alveg fundið taktinn það sem af er móti en meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá okkar mönnum.
Meira

Opið hús á mánudag í ráðhúsi Húnaþings vestra vegna auglýstra skipulagsbreytinga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingar innan þéttbýlis á Hvammstanga í aðalskipulagi 2014-2026. Mánudaginn 9. janúar 2023, frá kl. 10:00-12:00, verður opið hús í ráðhúsi Húnaþings vestra, þar sem fólki gefst kostur á að koma og kynna sér umræddar breytingar.
Meira

Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Meira

Í landsliðshópi Frjálsíþróttasambandsins eru tvö úr UMSS

Tvö úr UMSS eru í landsliðshópi Íslands í frjálsum íþróttum en afrekssvið og verkefnisstjóri A-landsliðsmála völdu hópinn með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Einn af hápunktum sumarsins verður Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Silesia, Póllandi 20-22. júní og er markmiðið að halda sæti liðsins í 2. deild og ljóst er að það er verðugt verkefni.
Meira

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.
Meira

Naumt tap Stólastúlkna í spennuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði fyrsta leik sinn á nýju ári í gærkvöldi en þá heimsóttu þær lið Aþenu/Leiknis/UMFK í Austurberg. Kanaskipti hafa orðið hjá Stólastúlkum en Jayla Johnson spilaði í gær sinn fyrsta leik en hún er allt öðruvísi leikmaður en Chloe Wanink sem var með liðinu fyrir áramót. Leikurinn í gær var jafn og spennandi en það voru heimstúlkur sem reyndust sterkari í fjórða leikhluta og unnu þriggja stiga sigur. Lokatölur 73-70.
Meira

Húnaþing vestra og Samtökin '78 gera samstarfssamning

Húnaþing vestra og Samtökin '78 hafa gert með sér samstarfssamning um reglubundna fræðslu samtakanna um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðvar, nemenda grunnskóla og til stjórnenda sveitarfélagsins til næstu þriggja ára. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að samningurinn beri með sér afar umfangsmikla fræðslu til starfsfólks og barna og ungmenna í sveitarfélaginu.
Meira

Tindastólshjartað risastórt :: Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2022

Íþróttafélagið Molduxar á Sauðárkróki hélt sitt 29. jólamót í körfubolta annan dag jóla í íþróttahúsinu þar sem ungar og gamlar kempur setja saman lið og hafa gaman. Árið 2015 var ákveðið á Allsherjarþingi Molduxa að framvegis yrði fyrir mót veitt samfélagsviðurkenning Molduxa þeim einstaklingi sem þykir hafa með störfum sínum glætt samfélagið á einhvern hátt.
Meira

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir valin Maður ársins af lesendum Feykis

„Eftir að hafa upplifað mikla útskúfun í samfélaginu tók Tanja völdin í eigin hendur og hélt fyrstu Druslugönguna sem haldin hefur verið á Sauðárkróki við góðar undirtektir. Tanja er í Öfgum sem er femínista hópur sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og styður við þolendur kynferðisofbeldis. Hún tók þátt í að skrifa skuggaskýrslu um kvennasáttmálann og ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilnefningu Tönju en hún fékk flest atkvæði þeirra sem tilnefnd voru til Manns ársins 2022 á Feykir.is.
Meira