Fréttir

Þjóðhátíðardagskrá færist inn í íþróttahúsið á Sauðárkróki

Í ljósi óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn, 17. júní hefur verið tekin sú ákvörðun að færa hátíðardagskrána sem vera átti á íþróttavellinum á Sauðárkróki inn í íþróttahúsið. Stefnt er þó á að hafa hestafjörið og þá dagskrá sem áður hefur verið auglýst við Skagfirðingabúð óbreytta en hún hefst kl. 12:30.
Meira

Viðreisn auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað

Mörg mál voru samþykkt á lokametrum þingvetrarins. Eitt þeirra var sérstaklega miðað að því að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Þingmenn Viðreisnar fengu samþykkt frumvarp sitt, sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi.
Meira

Vistmorði vísað til ríkisstjórnarinnar – þingflokkur Pírata fagnar

Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Pírata um vistmorð til ríkisstjórnarinnar í dag. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og flutningsmaður tillögunnar, fagnar niðurstöðunni.
Meira

Maddie Sutton til Akureyrar

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandaríska framherjann Maddie Sutton um að leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta tímabil og verður þar af leiðandi ekki með Tindastól á næsta tímabili
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira

Bess ekki með Tindastól á næsta tímabili

Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð.
Meira

1238 – Baráttan um Ísland opnar gestasýningu í Víkingaheimum, Reykjanesbæ

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í dag opnar gestasýning 1238 í Víkingaheimum, Reykjanesbæ. Það er skemmtileg tilviljun að það gerist í dag, þegar þrjú viðburðarík ár eru liðin frá því að sýningin opnaði á Sauðárkróki.
Meira

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þrátt fyrir aflaskerðingu

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2022/2023 þar sem hæst ber áframhaldandi samdráttur í ráðlögðum þorskafla, að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 208.846 tonn sem hefur hann ekki verið svo rýr í áratug eða frá 2012/2013 en þá var ráðlagt að veiða ekki meira en 196  þúsund tonn.
Meira

„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Meira

Gæðingamót Þyts var um helgina 11.-12.júní

Um helgina, 11.-12. júní, var gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót. Boðið var upp á 2 rennsli en efstu þrír hestarnir í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á Landsmót. Einn polli tók þátt en það var hún Gígja Kristín Harðardóttir og stóð hún sig auðvitað með mikilli prýði.
Meira