Fréttir

Áskorendapenninn - Stækkandi samfélag, aukin jákvæðni og samheldni.

Ég er fædd á Sauðárkróki og átti heima mína fyrstu mánuði á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði. Á Sauðárkróki ólst ég upp og fór út til Sviss á 18. afmælisdaginn minn.
Meira

Gildi hversdagsleikans :: Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Þegar plága geisaði sem mest um heiminn fyrir ekki svo löngu mátti gjarnan heyra sagt að nú væru runnir upp sögulegir tímar; þessir sem lesið er um í sögubókum; sem einkennast af stríðum og hörmungum; sem Íslendingar höfðu ekki fengið að reyna um allnokkurt skeið. Þar kom að við höfum nú mörg fengið nægju okkar af sögulegum tímum.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira

Júdó er ekki bara fyrir stráka! :: Íþróttagarpurinn Jóhanna María Íslandsmeistari í júdó

Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Meira

Viðtal - Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor við Háskólann á Hólum

Nú fyrir skemmstu fóru fram rektorskipti við Háskólann á Hólum og tók þá Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við stöðu rektors. Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði, hún hefur komið að mótun og uppbyggingu nokkurra verkefna og er búin að setja sitt mark á nýsköpun hérlendis. Feykir hafði samband við Hólmfríði og forvitnaðist aðeins um þessi tímamót hjá henni og Háskólanum á Hólum.
Meira

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira

Orri Már í 12 manna lokahóp U-18 sem fer til Finnlands

Norðurlandamótið í körfubolta U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna fer fram nú um mánaðamótin í Kisakallio í Finnlandi og er hinn bráðefnilegi leikmaður Tindastóls, Orri Már Svavarsson, í tólf manna lokahópi U-18.
Meira

Textílsýning í húsnæði Kvennaskólans

16 Nemendur við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi í Textílmiðstöðinni undanfarin mánuð við Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingarbært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia Háskólanum í Montreal, Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, , eins og kom fram í fétt hér á Feyki.is fyrr í mánuðinum, munu halda sýningu í húsnæði kvennaskólans mánudaginn 27. júní frá klukkan 17 til 19.
Meira

Eyþór Bárðar í lokahóp á EM U20 í körfubolta

Einn leikmaður Tindastóls, Eyþór Lár Bárðarson, hefur verið valinn í tólf manna lokahóp karlalandsliðs Íslands í körfubolta sem þátt tekur í Evrópumóti FIBA U20 í næsta mánuði. Mótið fer fram dagana 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu og leikur Íslenska liðið í A-riðli með Eistlandi, Hollandi, Lúxemborg og Rúmeníu.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi.
Meira