Fréttir

Stólarnir á toppnum með 14 stig í koppnum...

Tindastólsmenn tróðust suður í sollinn í dag og mættu SR-ingum á Þróttarvellinum í borgarblíðunni. Fyrir leik stóðu Stólar á toppi B-riðils 4. deildarinnar með ellefu stig en lið SR var um miðjan riðil með sjö stig. Eftir að hafa skotið gestunum skelk í bringu á upphafsmínútunum réttu Donni og félagar kúrsinn og kræktu í stigin þrjú sem í boði voru. Lokatölur reyndust 3-5 og Stólarnir nú með 14 stig og enn taplausir í riðlinum.
Meira

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Verkís fagnar 90 ára afmæli :: Elsta verkfræðistofa landsins

Verkfræðistofan Verkís fagnar því um þessar mundir að 90 ár eru liðin síðan Sigurður Thoroddsen stofnaði fyrstu verkfræðistofu á Íslandi og miðast aldur Verkís við þann atburð og telst því sú elsta á landinu. Starfræktar eru stofur á Sauðárkróki og Hvammstanga og vonast er til að opna á Blönduósi.
Meira

Að flytja í fámennið :: Áskorandapenni Ólína Sófusdóttir Laugarbakka

Það er sérstök tilfinning fyrir fólk að taka ákvörðun um að flytja frá öllu sem því er kært og það þekkir vel og vita ekki hvað bíður þess á áfangastað. Fyrir okkur var stórt skref tekið þegar við hjónin fluttum fyrir margt löngu frá Egilsstöðum til Noregs. Okkur leið mjög vel í Noregi, en vorum án fjölskyldunnar, sem öll var búsett áfram á Íslandi.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

Vegurinn, nýtt lag frá Þórólfi og Andra

„Á fyrstu sumardögum ársins 2022 fundu tveir útlagar og brottfluttir Skagfirðingar hvorn annan…í kærleika!“ segir tónlistarmaðurinn Þórólfur Stefánsson, sem býr og starfar í Svíþjóð en hinn helmingur tvíeykisins, Andri Már Sigurðsson sem einnig kemur fram undir listamannsnafninu Joe Dubius, í Mexíkó.
Meira

Heyr himna smiður – 50 ár frá lagasmíði

Víða leynast handskrifuð bréf hugsaði ég þegar ég horfið á fréttirnar um daginn, en þar var sagt frá óþekktu bréfi Davíðs Stefánssonar sem nú var að koma fram fyrir augu almennings. Þá mundi ég eftir að ég átti bréf frá Þorkeli Sigurbjörnssyni, er hann svarað erindi mínu um hvernig lag hans, Heyr himna smiður varð til.
Meira

HESTAMÓT -- Nýtt lag frá Slagarasveitinni.

Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.
Meira

Ævintýrabúðirnar í Háholti verða áfram næstu tvö sumur

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um sumardvöl barna og ungmenna með ADHD, einhverfu og aðrar skyldar raskanir í Háholti í Skagafirði nú í sumar og sumarið 2023.
Meira

Úrtaka Skagfirðings fyrir LH fór fram um helgina

Um síðustu helgi var úrtaka Hestamannafélagsins Skagfirðings haldin fyrir Landsmót, sem fram fer dagana 3. - 10. júlí á Hellu, og var þátttaka góð, mörg framúrskarandi hross og glæsilegar sýningar. Sex efstu hestarnir í hverjum flokki unnu sér inn farmiða á Landsmótið og hafa keppendur frest fram á morgundaginn til að staðfesta þátttöku sína.
Meira