Handverk

"Skemmtilegast finnst mér að prjóna á litla fólkið í kringum mig"

Sigurbjörg Kristrún eða Kristrún eins og hún er oftast kölluð er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar nánast allt sitt líf. Kristrún hefur unnið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í um 30 ár og unnið við hin ýmsu störf þar. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og svo sem hjúkrunarfræðingur árið 2000, Kristrún segir að hún hefði ekki getað valið betri starfsvettvang því þetta er fjölbreytt og afar gefandi starf.
Meira

„Átti fyrirmynd í mömmu og ömmu minni sem voru síprjónandi og saumandi,,

Guðbjörg Árnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ. Hún fluttist á Krókinn árið 1992 og hefur unnið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki í næstum tuttugu ár.
Meira

„Hafði ekki prjónað í 30 ár en ég var stolt af verkinu og að hafa komist yfir þetta“

Steinunn Daníela Lárusdóttir býr í Varmahlíð, er gift og á þrjú börn á aldrinum 12 til 27 ára og svo á Steinunn tvo yndis tengdasyni. Hún segir lesendum Feykis frá hvað hún er með á prjónunum.
Meira

,,Saumaáhuginn leiddi til allslags tilrauna“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir, oftast kölluð Gunna, fædd og uppalin í Húnavatnssýslu, búsett í Jöklatúninu á Króknum.
Meira

Alveg nóg að mamma og amma gætu prjónað á mig ef þess þyrfti

Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir, 30 ára, býr á Steinsstöðum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi með kærasta sínum, Hafþóri Smára Gylfasyni bifvélavirkja og syni þeirra, Steinþóri Sölva sem er á fjórða ári. Hólfríður er sjúkraliðanemi og vinnur í aðhlynningu á deild tvö á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Prjónaðar jólakúlur og pínulitlar lopapeysur fyrir lyklakippur

Rikke Busk býr á Reykjum 2 í Lýtingsstaðahreppi með manninum sínum, Friðriki Smára Stefánssyni, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Meira