Handverk

„Finnst amma alltaf vera hjá mér þegar ég er að gera handavinnu“

Helga Þórey og fjölskylda fluttu í Skagafjörðinn haustið 2018 og eru búin að koma sér vel fyrir á Hofsósi, þar líður þeim best. Helga Þórey er ættuð úr Óslandshlíðinni, afi hennar og amma, Leifur og Gunna, voru bændur á Miklabæ. Hún var svo lánsöm að fá að eyða miklum hluta æsku sinnar hjá þeim. Helga Þórey er fædd og uppalin á Akureyri, en varði sumarfríunum í sveitinni hjá ömmu og afa, sem var svo dýrmætt.
Meira

„Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar sem mig langar til að gera“

Kristín Lind Sigmundsdóttir er 24 ára gömul og er búsett á Króknum ásamt kærastanum sínum honum Hauki Ingva og litlu stelpunni þeirra Kötlu Daðey. Kristín Lind vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra og er að klára sjúkraliðanám.
Meira

„Ég held reyndar að ég hafi fæðst prjónandi“

Sigurlaug Guðmundsdóttir, oftast kölluð Silla kemur frá Keflavík, þar er hún fædd og uppalin. Eins og margir aðrir byrjaði Silla sína vinnu í fiski og starfaði líka lengi í mötuneyti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan í mötuneyti á Reyðarfirði, Þeistareykjum og á Húsavík. Silla flutti á Hofsós 2017 og býr með manni sínum, Kristjáni Jónssyni frá Óslandi. Á Hofsósi finnst þeim yndislegt að vera. Silla starfar í sundlauginni á Hofsósi og hefur einnig tekið að sér afleysingar í mötuneyti í Grunnskóla austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg.
Meira

,,Byrjaði að prjóna þegar vinkona mín var ófrísk af sínu fyrsta barni,,

Berglind Ösp býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Fannari Loga Kolbeinssyni og syni þeirra, Erni Inga. Berglind hefur verið að prjóna í nokkur ár.
Meira

„Er með bændur í kringum mig og þeir vilja lopann“

Júlía Linda Sverrisdóttir, háriðnmeistari og kennari, fæddist á Siglufirði árið 1963. Júlía flutti í Skagafjörðinn fyrir þrjátíu og átta árum og bjó á Króknum í fimmtán ár en fór svo yfir um og býr nú á Vogum á Höfðaströnd með Birgi sínum. Júlía og Birgir eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Júlía hefur að mestu unnið við list/verkgreinakennslu við Grunnskólann austan Vatna eða frá 2004 en í ár vinnur hún á yngsta stigi skólans.
Meira

,,Með hjálp systur minnar þá náði ég nokkuð góðum tökum á þessu,,

Hún Kolbrún Ósk Hjaltadóttir er frá Sauðárkróki en býr á Siglufirði með kærastanum sínum, honum Bjössa. Kolbrún er aðallega að prjóna á litlu frænkur sínar.
Meira

Gaman að flestri handavinnu, allt frá því að skreyta kökur yfir í prjón

Auður Haraldsdóttir, er uppalin á Siglufirði en flutti á Sauðárkrók fyrir 33 árum. Hún lauk stúdentsprófi frá FNV og hefur aðallega unnið við skrifstofustörf síðan þá, t.d. hjá Pósti og síma, sem ritari á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki en síðustu 20 ár hjá RARIK.
Meira

,,Sem betur fer lét þrjóskan mín dæmið ganga upp“

Bjarkey Birta Gissurardóttir býr á Sauðárkróki og er Skagfirðingur í húð og hár. Er í sambúð með Bjartmari Snæ og eiga þau saman tvö börn, þau Berg Aron og Sylvíu Sóleyju og hundinn Frosta.
Meira

"Skemmtilegast finnst mér að prjóna á litla fólkið í kringum mig"

Sigurbjörg Kristrún eða Kristrún eins og hún er oftast kölluð er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar nánast allt sitt líf. Kristrún hefur unnið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í um 30 ár og unnið við hin ýmsu störf þar. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði 1996 og svo sem hjúkrunarfræðingur árið 2000, Kristrún segir að hún hefði ekki getað valið betri starfsvettvang því þetta er fjölbreytt og afar gefandi starf.
Meira

„Átti fyrirmynd í mömmu og ömmu minni sem voru síprjónandi og saumandi,,

Guðbjörg Árnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ. Hún fluttist á Krókinn árið 1992 og hefur unnið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki í næstum tuttugu ár.
Meira