Félagsmaður 2017 valinn fyrir árshátíð Skagfirðings

Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur heldur árshátíð sína næstkomandi laugardagskvöld í Ljósheimum þar sem hlaðborð mun svigna undan kræsingum. Væntanlega mun söngur og gleði verða allsráðandi enda tilefni til. Einnig verður upplýst hver hlýtur titilinn Félagi ársins 2017.

Árshátíðarnefnd Skagfirðings ákvað að brydda upp á þeirri nýbreytni að velja og veita viðurkenningu fyrir „Félaga ársins 2017“ þar sem allir félagar hafa tillögurétt á tilnefningu.

Hugsunin á bak við þetta er að það eru fleiri í félaginu sem þarf / ætti að lyfta upp en afreksfólkinu, þó þau séu mjög mikilvæg að sjálfsögðu - Félagið er ekkert án grasrótarinnar, allra sjálfboðaliðanna, allra almennu félaganna.

„Viljum við því hvetja ykkur til að senda okkur nafn á þeim félaga sem var: Alltaf tiltæk/ur, jákvæð/ur til starfa, úrræðagóð/ur, óeigingjörn/gjarn á tíma, eða með öðrum orðum,“ segir á heimasíðu félagsins. Tillögu þess efnis skal senda á: asa@midsitja.is áður en fimmtudagurinn 15. mars endar sitt skeið.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir