Helga Una tilnefnd sem skeiðknapi ársins

Helga Una Björnsdóttir og Sending frá Kjóastöðum. Mynd: hestafrettir.is.
Helga Una Björnsdóttir og Sending frá Kjóastöðum. Mynd: hestafrettir.is.

Helga Una Björnsdóttir á Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra hefur hlotið tilnefningu sem skeiðknapi ársins, en sá titill er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.

Eins og sagt var frá hér á vefnum fyrr í dag hafa Skagfirðingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir líka verið tilnefndar til knapaverðlauna. Allar tilnefningar hafa verið birtar á vef Eiðfaxa og verða þeir sem útnefndir eru í hverjum flokki heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna, auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun. Á vefnum segir að hátíðin verði glæsileg að vanda en það eru LH og FHB sem standa saman að henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir