Flottir fornbílar á ferðinni

Glæsilegur floti 33 fornbíla víða að úr heiminum voru á ferðinni um landið dagana 18. – 26. apríl og áttu viðkomu um Norðurland vestra. Þar á ferð voru meðlimir í breskum akstursíþróttaklúbb sem skipuleggur keppnir fyrir fornbíla og nefnist Historic Endurance Rally Organisation, eða HERO, og voru bæði í útsýnistúr um Þjóðveg 1 og að keppa í ralli og akstursleikni óku þeir hringinn í kringum Ísland. Hér má sjá þá stadad við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.