KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.

Enginn áhugamaður um góð hross og snjalla reiðmennsku ætti að láta þetta kvöld framhjá sér fara. Athygli vekur á tímum jafnréttis og kynjakvóta að fleiri konur eru skráðar til leiks en karlar! 

Beinar útsendingar verða á netinu frá öllum fjórum keppniskvöldum KS-Deildarinnar 2017 og hefjast þær kl 18:50. Slóðin er - http://vjmyndir.cleeng.com

Uppfærður ráslisti. 

1. Barbara Wenzl - Kveðja frá Þúfum - Draupnir/Þúfur
2. Baldvin Ari Guðlaugsson - Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga I - Team-Jötunn
3. Jóhanna Margrét Snorradóttir - Kári frá Ásbrú - Hrímnir
4. Gústaf Ásgeir Hinriksson - Draupnir frá Brautarholti - Hofstorfan/66°norður

5. Sigurður Rúnar Pálsson - Reynir frá Flugumýri - Mustad
6. Fríða Hansen - Kvika frá Leirubakka - Íbess-Top Reiter
7. Hallfríður S. Óladóttir - Kvistur frá Reykjavöllum - Lífland
8. Ísólfur Líndal - Ósvör frá Lækjamóti - Íbess-Top Reiter

9. Helga Una Björnsdóttir - Þoka frá Hamarsey - Hrímnir
10. Elvar E. Einarsson - Gjöf frá Sjávarborg - Hofstorfan/66°norður
11. Viðar Bragason - Þytur frá Narfastöðum - Team-Jötunn
12. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir - Sara frá Lækjarbrekku - Mustad

13. Finnbogi Bjarnason - Úlfhildur frá Strönd - Lífland
14. Artemisia Bertus - Korgur frá Ingólfshvoli - Draupnir/Þúfur
15. Lilja Pálmadóttir - Mói frá Hjaltastöðum - Hofstorfan/66°norður
16. Fanney Dögg Indriðadóttir - Táta frá Grafarkoti - Lífland

17. Fanndís Viðarsdóttir - Stirnir frá Skriðu - Team-Jötunn
18. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk - Hrímnir
19. Vigdís Gunnarsdóttir - Nútíð frá Leysingjastöðum - Íbess-Top Reiter
20. Flosi Ólafsson - Hildur frá Flugumýri - Mustad

21. Mette Mannseth - Sif frá Þúfum - Draupnir/Þúfur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir