Liðskynning KS deildarinnar - Hofstorfan 66°norður

Fimmta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Hofstorfan 66°norður en þar er stórbóndinn Elvar E. Einarsson liðsstjóri og hefur aga á sínu liði. Elvar er nánast óþarft að kynna, mikill keppnismaður sem gefur ekkert eftir þegar í brautina er komið. Snjall skeiðreiðarmaður.

Bjarni Jónasson er þarna í liði. Bjarni mætir alltaf vel undirbúinn til leiks og er árangurinn eftir því, ætíð í fremstu röð.

Frá Hofi á Höfðaströnd mætir Lilja Pálmadóttir. Lilja hefur ávallt úr góðum hestum að velja og heyrst hefur að sá magnaði fjórgangari Mói frá Hjaltastöðum sér klár í slaginn. Þá mega aðrir passa sig.

Ungmennastjarnan Gústaf Ásgeir Hinriksson er þarna liðsmaður. Gústi þekkir nánast ekkert annað en að vinna þær keppnir sem hann tekur þátt í. Í vetur fær hann alvöru samkeppni.

Af suðurlandi kemur Sigurður Óli Kristinsson inn í liðið, snjall knapi með flotta ferilskrá en hlutverk hans í liðinu er ekki ljóst. Eflaust mætir Siggi Óli sterkur til leiks.

Þetta lið er ekki árennilegt og ætlar sér stóra hluti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir