Skagfirðingar aðsópsmiklir á Fjórðungsmóti Vesturlands

Þórgunnur Þórarinsdóttir og Grettir frá Saurbæ urðu í öðru sætií barnaflokki með einkunnina 8.56. Mynd: ÞE.
Þórgunnur Þórarinsdóttir og Grettir frá Saurbæ urðu í öðru sætií barnaflokki með einkunnina 8.56. Mynd: ÞE.

Hestamenn fjölmenntu á Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi um helgina. Fjöldi keppenda komu af Vesturlandi sem og úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Mótið þótti takast vel enda hestakosturinn góður. Skagfirðingar stóðu sig vel, komu sér allsstaðar í úrslit og röðuðu sér jafnvel í fimm efstu sæti. Í A-úrslitum A-flokks fóru Skagfirðingarnir mikinn en þau Trymbill frá Stóra-Ási og hrossaræktandinn frá Þúfum, Mette Mannseth, sigruðu með einkunnina 8.81.

Í 4., 5. og 6. sæti röðuðu þau sér; Hrafnista frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson = 8.54, Þróttur frá Akrakoti og Líney María Hjálmarsdóttir = 8.52 og Snillingur frá Ísbishóli og Magnús Bragi Magnússon = 8.47. Glæsilegur árangur!

Í B-flokki lönduðu Oddi frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson á Hafsteinsstöðum öðru sætinu með einkunnina 8.99. Það gerðu þeir einnig félagarnir Sigurður Rúnar Pálsson og Reynir frá Flugumýri í Tölt T1 með einkunnina 8.44.

Í Tölt T1 17 ára og yngri mætti gulldrengurinn frá Íbishóli, Guðmar Freyr Magnússon með Fönix frá Hlíðartúni og sigraði með einkunnina 6.61.

Það var svo í ungmennaflokki sem Skagfirðingarnir röðuðu sér í fimm efstu sætin, þau Sonja S Sigurgeirsdóttir og  Jónas frá Litla-Dal = 8.60, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk = 8.58, Finnbogi Bjarnason og Kyndill frá Ytra-Vallholti = 8.38, Viktoría Eik Elvarsdóttir og Gjöf frá Sjávarborg = 8.38 og Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum = 8.34, þess má geta að sigur Sonju var einkar sætur þar sem hún kom upp úr B-úrslitum.

Í unglingaflokki sigruðu Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Þruma frá Hofsstaðaseli 8.73. Í 5. sæti Ingunn Ingólfsdóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum 8.37 og því 6. Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum 8.13.

Þá kræktu þau í 2. sætið í barnaflokki Þórgunnur Þórarinsdóttir og Grettir frá Saurbæ með einkunnina 8.56.

Af dómurum var kosinn knapi mótsins Skapti Steinbjörnsson eða „strákurinn úr Skagafirðinum“ eins og þulur komst svo snilldarlega að orði en hann var í 2. sæti í B-flokki á Odda frá Hafsteinsstöðum og 4. sæti í A-flokki á hestagullinu Hrafnistu frá Hafsteinsstöðum sem er einungis 5 vetra gömul.

Nánar um mótið HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir