Ég gaf Tryggva litla í Dæli 5 fyrir skeið

Haraldur Bjarkason

Hver er maðurinn?

Haraldur Páll Bjarkason (Halli hennar Gunnu) fyrrverandi bóndi í Sólheimum Blönduhlíð.

Hverra manna ertu? Sonur Bjarka Sigurðssonar og  Elínar H Haraldsdóttir sem bæði eru ættuð frá Ólafsfirði.

Árgangur? 1968  árið sem allir snillingarnir fæddust eða hvað ?

Hvar elur þú manninn í dag?  Í Reykjavík þar sem sólin sest aldrei og rignir sjaldan.
 
Fjölskylduhagir? Í sambúð með Guðrúnu Elínu Hilmarsdóttur.

Afkomendur? Hulda Björk f.1993 og Hlynur Óli f.1998.

Helstu áhugamál? Hestamennska með fjölskyldunni, ferðast um landið í góðra vina hóp, og horfa á fótbolta með Tryggva Litla í Dæli.

Við hvað starfar þú? Sendibílstjóri og heimavinnandi húskarl.

Hross úr ræktun Halla Bjarka

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................Gott að vera

Það er gaman............. að reyna að rækta góð hross.

 
Ég man þá daga er........................ ég gaf Tryggva litla í Dæli  5 fyrir skeið á félagsmóti á Sauðárkróki og hann er ekki ennþá búinn að fyrirgefa mér.

Ein gömul og góð sönn saga..................Okkur var boðið mat  hjá  Valgerði og Tryggva ásamt Frigga Pálma, Rósu og Gísla frá Kýrholti í frábæra pönnusteik að hætti Valgerðar. Húsbóndinn bauð upp á drykk og sögustund sem ekki verða hafðar eftir hér, einnig voru sagðar sögur af afa.   Þegar líða tók á kvöldið barst talið að heilsu Frigga sem var ekki eins og hún átti að vera og upplýsti Friðrik okkur um að læknar teldu að  hann hefði unnið yfir sig, lítur hann svo á Tryggva grafalvarlegur og segir “ ja þú hefur aldrei unnið yfir þig” (það sér ekki á mér).
Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Af hverju hringir síminn hjá þér alltaf þegar þú átt að vera að tjalda?

Svar............ Því Tryggvi hringir alltaf í mig þegar við eigum að hjálpa konunum að tjalda.

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn............Lárus Dagur Pálsson.
 
Spurningin er..................Hvernig mundir þú lýsa sjálfum þér sem hestamanni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir