Engir strákar leyfðir hér...úúúps!!!

 • Hver er maðurinn (Konur eru líka menn)? Birna Valgarðsd

 •  
 • Hverra manna ertu? Dóttir Valla Valla og Freyju Oddsteins
 •  
 • Árgangur? Hinn frábæri árgangur´76
 •  
 • Hvar elur þú manninn í dag? Í Keflavík city
 •  
 • Fjölskylduhagir? Í sambúð með Sigurði Árna Gunnarssyni
 •  
 • Afkomendur? Viktor Magni 2 ára og fóstursoninn Árni Steinn 12 ára
 •  
 • Helstu áhugamál? Fjölskyldan, körfubolti og almenn heimilisstörf
 •  
 • Við hvað starfar þú? Sem prentari hjá Margt Smátt
 •  
 • Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
 •  
 • Heima er:.................... allt í drasli
 •  
 • Það er gaman......................... á balli með Geirmundi
 •  
 • Ég man þá daga er........................ ég og Ásta Magga vorum ungar
 •  

Ein gömul og góð sönn saga: Unglingaflokkur Tindastóls var að fara í keppnisferð til Keflavíkur eitt skiptið. Var gist í einum skóla í Keflavík sem er nú ekki frásögu færandi nema hvað að þegar við vorum loksins komnar á leiðarenda og búnar að koma okkur fyrir og byrjaðar að tala saman og hafa læti þá kom húsvörðurinn inn og bað okkur vinsamlega að hafa lægra því það væru fleiri lið  hérna. Svo rauk hann inn í herbergið til okkar og sagði við mig og Ingu Dóru út með ykkur það eru engir strákar leyfðir hér........  úúúps!!!

Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Í einum af okkar mörgu körfuboltaleikjum fyrir Tindastól skoraðir þú aðeins 1 stig (sem að sjálfsögðu var og er mjög óvenjulegt fyrir þig), þegar þú varst í símanum rétt eftir leik að tala um leikinn, hver voru þín viðbrögð þegar viðkomandi spurði: og skoraðirðu bara eitt stig?

Svar: Til að byrja með man ég ekki alveg eftir þessum leik, en ef ég þekki mig rétt hlýt ég að hafa komið með helvíti góða afsökun og orðið eldrauð í framan...........

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn............. Atli Freyr Sveinsson

Spurningin er: Hvernig stendur á því að þú hættir að þjálfa í körfubolta, þar sem þú náðir þeim merka áfanga að koma mér á þann stað sem ég er í dag?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir