Hvað er þetta maður, helduru að þetta sé einhver spíttkerra?

Hver er maðurinn? Sighvatur Daníel Sighvatz.

 

Hverra manna ertu ? Sonur Hvata á stöðinni.

 

Árgangur eða árangur? Að hafa viðhaldið fjölskyldu hefðinni sem er að vinna við símavinnu.

 

Hvar elur þú manninn í dag ? Í paradís sem heitir Fellabær og er á Austurlandi.

 

Fjölskylduhagir? Er vel giftur.       

 

Afkomendur? Á eina uppkomna dóttur sem er gift og eitt barnabarn.

 

Helstu áhugamál? Ferðalög, félagsstörf, björgunarstörf og syngja í karlakór.

 

Við hvað starfar þú? Að leggja og gera við símalagnir inni sem úti.

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er .....................nóg að gera.

 

Það er gaman.........................að fara í göngur og réttir með Andrési í Tungu.

 

Ég man þá daga er........................sveitasíminn var til og enginn GSM sími.

 

Ein gömul og góð sönn saga..................það var einn júlí morgunn, frekar seint á síðustu öld, er við í línuflokknum sátum á pósthúströppunum og biðum eftir brottfararplani að Þórður kom út og sagði að nú færum við út á Skaga að þétta línuna á milli Kleifs og Ketu og hafi Pálmi Friðriks lagt á stað rétt fyrir klukkan sjö á gröfunni. Þá var stokkið til og hent nokkrum 7m símastaurum upp á pallinn á VOLVOböss eins og K-497 var kallaður þá og síðan drifum við okkur á stað.  Þegar við vorum að koma í brekkuna rétt utan við Hafragil tókum við fram úr Pálma og nú var VOLVOinn staðinn alla leið út fyrir Kleif þar sem fyrsti staurinn átti að fara niður.  Eftir dágóða stund eða þegar sumir höfðu náð góðum blund (hrotið) hrökk Þórður gamli upp og spurði afhverju Pálmi komi ekki, þá heyrðist úr bílstjórasætinu þar sem Svanur sat, hvað er þetta maður helduru að þetta sé einhver spíttkerra sem hann er á við getum alveg verið slakir eitthvað lengur drengir, ekki þóttist Þórður heyra þetta og stóð upp og sagði hátt og skírt ! Jæja strákar við skulum koma út og flýta fyrir gröfunni, já það voru bara harðir naglar sem komust í loftlínuflokkinn hans Þórðar frænda.   

 

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Er það rétt að það sé arfgengt að vinna að framförum í símamálum?

 

 

 

                                  

Svar............já það má alveg segja það.

 

Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

 

Nafn.............Tryggvi Jónsson Frá Dæli.

 

Spurningin er..................Er hægt að hætta að vera hestamaður ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir