Tapað fundið. Davíð týndur

Davíð Þór Rúnarsson. Mynd: Fjölnir.is

Þátturinn Hinir brottflognu hér á Feyki.is hefur legið niðri um nokkurt skeið þar sem heimtur á svörum eru alveg í núlli. Davíð Þór Rúnarsson sem ætlaði að svara spurningu frá Arnari Kárasyni í Hinum brottflognu  virðist vera týndur og tröllum gefinn.

 

 

 

Þeir sem fá spurningarnar í hendur eru varaðir við því að ef þeir svara ekki innan skamms verður búinn til annar flokkur sem heitir Hinir brottfluttu sem svöruðu ekki. Þetta er fyrsti þátturinn.

 

Þeir sem vita hvar Davíð Þór er niðurkominn eru beðnir um að minna hann rækilega á að hann er að setja allt á annan endann hjá aðdáendum þáttarins sem heimta svör og það strax.

Áfram Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir