Hugrún Sif Hallgrímsdóttir (1981) býr á Skagaströnd en var alin upp á Blönduósi, dóttir Raddýjar í bankanum og Svans frá Kringlu. Hugrún Sif er tónlistarséní, spilar á píanó, þverflautu, söngrödd, orgel og það sem til fellur – enda kennir hún í tónlistarskólanum og er organisti. Spurð út í helstu tónlistarafrek segir hún: „Ég get ómögulega valið einhver sérstök afrek en það sem stendur uppúr sem dýrmæt minning er að hafa sungið í Notre Dam kirkjunni í Frakklandi.“