Sunddeild Tindastóls hefur verið ómetanlegur hluti af samfélagi okkar á undanförnum árum, bæði sem hluti afíþróttaiðkun barna og sem stuðningur við heilsueflandi samfélag á svæðinu. Með samstöðu stjórnar, foreldra og þjálfara hefur sunddeildin opnað dyr fyrir unga iðkendur til að læra sundtækni og stunda heilsusamlega hreyfingu frá upphafi grunnskólagöngu. Hins vegar hefur skortur á sundþjálfurum í haust orðið til þess að enn hefur ekki verið hægt að hefja sundæfingar fyrir yngstu hópanna.
Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð.
Ég hef verið í rekstri á sauðfjárbúi síðan árið 2009. Fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum sem hefur gengið þokkalega, en ekkert meira en það. Við vinnum öll utan búsins líka og rekum okkur alfarið á tekjum sem koma utan búsins. Búið rekur sig að mestu leiti sjálft, enda engin lán á rekstrinum og samstíga fólk sem þar starfar.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.