Það hlýtur að vera búið að rigna lengi fyrir sunnan

Herra Hundfúll er alveg gáttaður á neikvæðri frétt Mbl.is um heimsókn HMS Northumberland í Skagafjörðinn en sá stórfíni miðill gerir sér pínu mat úr frétt Feykis um heimsóknina og svarfrétt breska sjóhersins. Talað er um að breski sjóherinn slái á „kjaftasögur“ um lundaskoðun og fótboltaáhorf og að þeir geri „góðlátlegt grín að Íslendingum og þá einkum Skagfirðingum“ vegna þessara bollalegginga.

Moggamenn segja svo reyndar að Feykir.is sé fjölmiðill Skagfirðinga en er eins og allir [ættu að] vita netmiðill Norðvestlendinga. Ekki færi Feykir að tala um að Morgunblaðið væri blað Reykvíkinga?

Hundfúll er hissa á þessum töktum og sér enga skýringu aðra en að það hljóti að vera búið að rigna lengi fyrir sunnan... nema þetta séu tómir hugarórar í Herranum sem hafa þá orsakast af skagfirskum sólsting?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir