Ragnar Ágústsson framlengir samning

Ragnar Ágústsson. MYND AF FACEBOOKSÍÐU KKD.TINDASTÓLS
Ragnar Ágústsson. MYND AF FACEBOOKSÍÐU KKD.TINDASTÓLS

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Ragnar Ágústson hefur framlengt samning sinn við Tindastól til tveggja ára.

„Ragnar var einn af lykilmönnum Tindastóls á seinustu leiktíð þegar mfl. kk tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ragnar er frábær liðsmaður, mikill baráttumaður og góður skotmaður.“

Ragnar spilaði eins og ofurmaðurinn sem hann er, alla úrslitakeppnina og rúmlega það með grímu sem er mörgum minnsstætt, spurning hvort Ragnar megi orðið spila án hennar. Með eða án grímunnar, eru þetta tíðindi sem allir aðdáendur Tindastóls gleðjast yfir.  

Það er réttast fyrir stuðningsmenn að fara að dusta rykið af söngnum góða um Ragnar.

Raggi setur alltaf þrista

Þegar hann spilar fyrir Tinda

Hann er að fara á ball

Húúhhh

Hann er að fara á ball

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir