Stóllinn borinn í hús á Króknum
Nýju kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Blaðið er í hefðbundnu A5 broti og hlaðið myndum, viðtölum og umfjöllunum eins og vanalega en Stóllinn hefur komið út reglulega síðan árið 2018.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Búið að koma fyrir hraðaþrengingum á Króknum
Á Sauðárkróki stóð sveitarfélagið Skagafjörður í nóvember fyrir því að setja upp þrjár hraðaþrengingar og eru þær staðsettar á Sæmundargötu, Hólavegi og Hólmagrund. Markmiðið með uppsetningunni er að draga úr hraða og bæta öryggi allra vegfarenda, sérstaklega í íbúðarhverfum og við svæði þar sem börn og ungmenni eiga leið um.Meira -
Körfuknattleiksdeild Tindastóls nýtur mikils velvilja
Í Viðskiptablaðinu var í nóvember fjallað um þá styrki sem íþróttafélögin og deildir innan þeirra hafa fengið í sinn hlut frá árinu 2021. Það kemur nú sennilega fáum á óvart að körfuknattleiksdeild Tindastóls fær veglega styrki en árin 2022-2024 hefur ekkert félag átt roð í deildina á þessum vettvangi. Styrkir til félaga hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár en árið 2024 stungu Stólarnir keppinauta sína af – fengu 140 milljónir í styrki en í öðru sæti var körfuknattleiksdeild Hattar sem fékk 50 milljónir í styrki,Meira -
Framkvæmdir við nýtt áhaldahús Skagafjarðar ganga vel
Framkvæmdir við byggingu nýs áhaldahúss Skagafjarðar á Borgarteig 15 á Sauðárkróki eru í fullum gangi þessa dagana. Líkt og Feykir greindi frá í haust þá tók Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, fyrstu skóflustunguna 8. september og var byrjað að steypa grunninn þann 15. september. Í frétt á vef Skagfjarðar segir að allri steypuvinnu hafi verið lokið 15. október og var þá hafist handa við að reisa grind hússins. Þeirri vinnu lauk 20. nóvember.Meira -
„Hópurinn sem er til staðar er flottur“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 01.12.2025 kl. 14.04 oli@feykir.isÁ dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.Meira -
Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings
Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.Meira
