Mormorssúpa og kókosbolludesert

Matgæðingarnir Elísabet og Hlynur. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingarnir Elísabet og Hlynur. Mynd úr einkasafni.

„Ekki aðeins erum við nýbakaðir foreldrar, heldur nú einnig matgæðingar Feykis, það gerist ekki meira fullorðins! Ákváðum að deila með lesendum tveimur fljótlegum og einföldum uppskriftum, annars vegar Mormorssúpu og hins vegar kókosbolludesert. Þægilegt á þessum annasama en skemmtilega tíma árs,“ sögðu Elísabet Sif Gísladóttir og Hlynur Rafn Rafnsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 33. tbl. Feykis árið 2016.

Aðalréttur
Mormorssúpa 

150 g beikon, skorið eða klippt í litla bita
3 - 4 laukar, skornir smátt
250 g maísbaunir
1 dós tómatar í teningum
3 kartöflur, skornar í teninga
3 gulrætur, skornar í sneiðar
1 dl grænmetiskraftur
2 dl rjómi
1½ l vatn
salt og pipar
Chili Explosion ef vill

Aðferð:
Beikonið steikt í potti og restinni af hráefnunum skellt í pottinn og látið malla þar til kartöflurnar og gulræturnar eru soðnar í gegn. Ekki skemmir að hafa gott brauð með. 

Eftirréttur
Kókosbolludesert 

1 marengsbotn
¼ l rjómi
1 lítil askja jarðarber
1 askja bláber
3 stórir þristar
3 kókosbollur

Aðferð:
Þeytið rjómann og myljið marengsbotninn saman við, blandið og dreifið í botninn á meðalstóru fati. Skerið niður jarðarber og þrista og raðið ofan á blönduna ásamt bláberjum. Kókosbollur muldar yfir.

 

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir