Óveðurskjúklingur og súkkulaðikaka með ganache kremi.

Matgæðingurinn Anna Magnea. Mynd úr einkasafni.
Matgæðingurinn Anna Magnea. Mynd úr einkasafni.

"Ég er nýkomin frá London þar sem ég var í Knightbrigde PME school of cake decorating. Þar útskrifaðist ég með diplomu í „Sugarpaste module.“ Þar sem áhugi minn liggur aðallega í kökuskreytingum vil ég bjóða uppá uppskrift að einföldu „sugarpaste“ sem hægt er að búa til heima og nota í skreytingar," sagði matgæðingur vikunnar, Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd, í 27. tölublaði Feykis árið 2013 sem bauð einnig upp á uppskrift að kjúklingarétti. 

Aðalréttur
Óveðurskjúklingur 

4 kjúklingabringur
lítið oststykki rifið
4-6 egg
smá hveiti
salt og pipar 

Aðferð:
Eggin eru sett í skál og léttþeytt með gaffli og ostinum blandað út í (eggjafjöldi fer eftir stærð eggjanna en blandan þarf að vera blaut), hveitið sett í aðra skál og hrært saman við salt og pipar eftir smekk.
Bringunum er velt upp úr hveitinu og þær settar í eldfast mót, því næst er eggja- og ostablandan sett yfir og á hún að pakka bringunum vel inn (þetta kemur í veg fyrir að safi tapist úr bringunum og verða þær mjög safaríkar).
Gott að bera fram með ofnbökuðum kartöflum og fersku salati.  

Eftirréttur
Súkkulaðikaka með ganache kremi 

Súkkulaðikaka með ganache kremi. Mynd úr einkasafni.

2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft
¾ bolli sykur
½ bolli dökkt kakó
⅔ -1 bolli mjólk
2-3 egg
125 g smjörlíki
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Sykur og smjörlíki hrært saman þar til létt og ljóst. Eggjum bætt út í einu og einu og hrært vel. Þurrefnum og vökva bætt út í sitt á hvað. Deigið á að vera frekar þykkt en ekki þurrt, ef það er þurrt þá má bæta við aðeins af mjólk. 

Ganache

Þetta er sparikrem á súkkulaðiköku: 

700 g súkkulaði (veljið gott súkkulaði)
400 ml rjómi

Aðferð:
Súkkulaði brotið niður og sett í skál og rjóma hellt yfir. Sett í örbylgjuofn, aðeins 30 sekúndur í einu, og hrært inn á milli. Athuga að bæði rjómi og súkkulaði brennur auðveldlega, þess vegna þarf að hræra vel á milli. Kælt í ísskáp þar til orðið stíft og sett á kökuna. 

Sugarpaste til skreytingar

1 poki Haribo sykurpúðar
500 g flórsykur
2-3 msk vatn
25 g palmin feiti 

Sykurpúðarnir og vatnið sett í skál sem búið er að bera feitina á (til að koma í veg fyrir klístur). Sett í örbylgjuofn í 30 sekúndur í einu og hrært á milli. Sykurpúðarnir eiga að bráðna. Því næst er helmingnum af flórsykrinum bætt út í og hrært saman. Verður mjög klístrað en ekki gefast upp. Restinni af flórsykrinum er hellt á hreint borð og hnoðað saman við fyrri blöndu þar til hættir að klístrast við og verður flott og mjúkt deig (líkist helst leir). Hægt er að lita þetta og leika sér. Búa til hvað sem er til skreytingar á kökum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir