Rabb-a-babb 157: Lee Ann

Lee Ann – spræk sem like.  AÐSEND MYND
Lee Ann – spræk sem like. AÐSEND MYND

Nafn: Lee Ann Maginnis.
Árgangur:1985.
Fjölskylduhagir: Einn sonur og einn hundur. 
Búseta: Ég bý á Blönduósi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Alla og Jóhönnu og er alin upp á Blönduósi frá sjö ára aldri.
Starf / nám:Vinn í Þekkingarsetrinu á Blönduósi, kenni 5. og 6. bekk í Blönduskóla náttúrufræði og vinn líka í dreifnáminu á Blönduósi. /Meistaragráða í lögfræði ásamt diplómu í samningatækni og sáttamiðlun. 
Hvað er í deiglunni:Ferð til London með mömmu í tilefni af sextugsafmæli hennar og vonandi ferð í sólina við tækifæri. Síðan eru kosningar í vor – aldrei að vita nema maður taki þátt. 

Hvernig nemandi varstu?  Örugglega þreytandi, talaði mjög mikið og gat aldrei setið kyrr. Skánaði þó með árunum og lærði að sitja kyrr en tala ennþá mjög mikið. 

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
Það er ekkert eitt sem stendur upp úr en bragðinu af oblátunni gleymi ég aldrei. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Ég ætlaði mér alltaf að verða kokkur, horfði á alla matreiðsluþætti og elskaði Sigga Hall. Síðan tóku Jamie Oliver og Nigella við. 

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Líklegast Stína dúkkan mín sem ég fékk í jólagjöf. Miðað við ástand hennar í dag hef ég dröslað henni um allt, enda er hún plástruð og hálf hauslaus greyið. 

Besti ilmurinn? Nýbakaðar súkkulaðikökur.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Líklegast Thank you með Dido.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Chandelier með Sia.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Öllu tengdu Eurovision og Nigellu. 

Besta bíómyndin? Ég hef mest verið að vinna með teiknimyndir síðustu ár en ég get horft á 10 things I hate about you aftur og aftur. 

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í heild sinni. Fylgdist með þeim í Hollandi og þrátt fyrir slæmt gengi brostu þær framan í alla stuðningsmennina og sinntu okkur eftir leik með eiginhandaáritunum, myndatökum og spjalli. 

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Baka marenge. 

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Líklegast lasagna og hvítlauksbrauð. 

Hættulegasta helgarnammið? Síríus súkkulaði með appelsínubragði. 

Hvernig er eggið best? Steikt í smjöri.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég mætti eiga meira af þolinmæði. 

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óstundvísi. 

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? 
Ég er voða léleg í öllu svona. 

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég með ömmu og afa í Heiðargerðinu í Reykjavík eitthvað að brasa. 

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Ég spurði son minn og hann sagði mér að velja Pétur Pan því hann væri með töframátt og getur flogið. 

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Rory McIlroy, því þá yrði ég loksins góð í golfi. 

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég er mikill lestrarhestur en eina bókin sem ég hef getað lesið oftar en einu sinni er Híbýli vindanna. 

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Nota sko mjög mikið. 

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati?
 Allar konurnar sem hafa barist fyrir okkur hinar og gert það að verkum að líf okkar verður betra með hverri baráttunni. Vonandi fer baráttunum að ljúka. 

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi vilja heimsækja Elísabetu Englandsdrottningu þegar hún var ung – Mér finnst hún stórkostleg manneskja. 

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Stormsveipurinn.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til sólarlanda

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bók, kaffi og hengirúm. 

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Mig hefur alltaf langað að ferðast til Norður – Kóreu, langað að eignast land og verða geitabóndi og rækta allskonar matvæli og að lokum að ferðast út í geim. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir