Engin sýning í dag á Beint í æð

Sýning Leikfélags Sauðárkróks á Beint í æð fellur niður í kvöld vegna óviðráðanlegra orsaka en einn leikaranna var kallaður á fæðingadeildina. Haukur Skúlason sem leikur Gretti Sig. er sem sagt að verða pabbi.

Í tilkynningu frá leikfélaginu eru þeim, sem pantað hafa miða í kvöld, beðnir að afsaka óþægindin sem þetta kann að valda, en haft verður samband við þá og þeim boðið að velja annan dag til að sjá þetta skemmtilega leikrit.

Næsta sýning er fyrirhuguð föstudaginn 5 . maí.

Uppfært. 

Ungur herramaður kom í heiminn klukkan 19:21 í kvöld. Feykir óskar nýorðnum foreldrum til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir