Nemendur kynna hugmyndir sínar

Nemendur kynna hugmyndir sínar. MYND AÐSEND
Nemendur kynna hugmyndir sínar. MYND AÐSEND

Þann 26. febrúar kynntum við nemendur í 5-7.bekk í Varmahlíðaskóla hugmyndir okkar um hvernig við viljum hafa skólalóðina. Við buðum foreldrum okkar, skólaliðun- um í skólanum vegna þess að þeir þekkja skólalóðina svo vel, og síðast en ekki síst, sveitarstjóranum í Skagafirði, Sigfúsi Inga.

Í kjölfar kynningarinnar hafði formaður sveitarstjórnar- innar Einar Eðvald Einarsson samband við skólastjórann og lagði til að við myndum velja minni leiktæki sem hægt væri að færa á milli ef að skólalóðinni verður breytt seinna. Við nemendur gerðum könnun og spurðum nemendur hvaða leik- tæki þeir vildu helst fá (mynd af könnun). Við nemendur héldum fund og völdum niður- grafin trampólín, köngulóar- rólu og hringekju.

Við nemendur Varmahlíðar- skóla vonum að við fáum betri leiktæki til dæmis aparólu og kastala sem fyrst.
/Frétt eftir Hrólf Leví Traustason, Eddu Björgu Einarsdóttur, Sigrúnu Sóllilju Eyþórsdóttur, Baldur Freyr Einarsson, Sigríði Önnu Pálsdóttur og Sigríði Elvu Elvarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir