Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
24.04.2024
kl. 10.57
gunnhildur@feykir.is
Karlakórinn Lóuþrælar syngja inn vorið í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Stjórnandi kórsins er Guðmundur S.T og um undirleik sér Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Fleiri fréttir
-
Þungarokksþyrstur organisti | EYÞÓR FRANZSON
Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“Meira -
Ásgarður brotinn niður og endurbyggður
Nú standa yfir framkvæmdir við Ásgarð á Skaga-strönd en það er Borgarverk sem annast endur-byggingu bryggjunnar. Það mun fyrir löngu hafa verið kominn tími á þær. Verkið hófst í byrjun september og voru áætluð verklok í desember á þessu ári. Að sögn Baldurs Magnússonar, hafnarvarðar hjá Skagastrandarhöfn, er ljóst að þeim mun seinka verulega þar sem framkvæmdir hófust mjög seint en m.v. útboðsgögn er gert ráð fyrir 7-8 mánuðum í verkið.Meira -
Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands gera nýjan samning
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 04.10.2024 kl. 14.59 oli@feykir.isSelasetur Ísland og Náttúrustofa Norðurlands vestra hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Á vef Selasetursins segir að Selasetrið og NNV hafa verið í nánu og góðu samstarfi undanfarin ár. Á Hvammstanga hafi verið staðsettir starfsmenn NNV sem hafi verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem þar er.Meira -
Blóma og gjafabúðin opnar á nýjum stað
Blóma og gjafabúðin á Sauðárkróki hefur nú opnað á nýjum stað, Skagfirðingabraut 45, þar sem VÍS er einnig til húsa.Meira -
Rolluhlaupin lögðu grunninn
Hörður Hlífarsson er 24 ára hlaupagarpur frá Víðiholti í Skagafirði. Í júní síðastliðnum lauk hann Bs í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur verið að vinna eftir útskrift en Hörður tók þátt í sínu þriðja Bakgarðshlaupi á dögunum og gerði sér lítið fyrir og hljóp 120,7 km eða 18 hringi. Feykir hafði samband við Hörð og forvitnaðist hjá honum um hlaupaferilinn sem hófst þegar hann hljóp sitt fyrsta utanvegahlaup – fyrir utan að hlaupa á eftir rollum – þegar hann fór 18 km. í Súlur Vertical árið 2021.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.