Firma- og bæjakeppni Stíganda 2014

Á annan í Hvítasunnu var haldin firma- og bæjakeppni á Vindheimamelum í Skagafirði. Á vef Stíganda kemur fram að fín þátttaka hafi verið í flestum flokkum og feiknagóðir gæðingar sáust leika listir sínar á vellinum. Dómarar voru Imma á Reykjarhóli, Björk á Korná og Óli á Grófargili.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Pollaflokkur

1.Trausti Ingólfsson og Þór frá Þverá II og keppti hann fyrir Nuddstofuna Tíbrá

Barnaflokkur

1.Júlía Kristín Pálsdóttir og Drift frá Tjarnarlandi og keppti hún fyrir Garðyrkjustöðina Laugarmýri

2.Herjólfur Hrafn Stefánsson Svalgrá frá Glæsibæ

3.Björg Ingólfsdóttir og Atorka frá Efri-Skálateigi

Unglingaflokkur

1.Viktoría Eik Elvarsdóttir og Signý frá Enni og keppti hún fyrir Syðstu-Grund

2.Ingunn Ingólfsdóttir og Ljóska frá Borgareyrum

3.Ragna VIgdís Vésteinsdóttir og Glymur frá Hofsstaðarseli

Kvennaflokkur

1.Sonja Sigurgeirsdóttir og Jónas frá Litla-Dal og keppti hún fyrir Víðivelli

2.Birna Sigubjörnsdóttir og Lilja frá Ytra-Skörðugili

3.Fjóla Viktorsdóttir og Ópera frá Brautarholti

Karlaflokkur

1.Stefán Friðriksson og Penni frá Glæsibæ og keppti hann fyrir Hjaltastaði 2

2.Ingólfur Pálmason og Lukka frá Miðsitju

3.Elvar Einarsson og Roði frá Syðra-Skörðugili

Fleiri fréttir