Frábær árangur hjá Jóhanni Birni á Vormóti HSK
Vormót HSK fór fram á Selfossi laugardaginn 17. maí síðastliðinn. Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sigraði í 100 m og 400 m hlaupum.
Samkvæmt vef Tindastóls hljóp Jóhann Björn 100 m á 10,99 sekúndum og 400 m á 48,82 sekúndum og bætti sinn fyrri árangur í báðu greinunum. Þessi árangur hjá honum vekur góðar væntingar fyrir sumarið.