Fréttatilkynning í tilefni af óheppilegu atviki á Lummudögum
Í tilefni af umræðu sem farið hefur fram á Netinu og í fjölmiðlum vilja neðangreindir aðilar koma því á framfæri að Lummudagar 2014 í Skagafirði fóru vel fram og framkvæmd hátíðarinnar gekk nær snuðrulaust fyrir sig. Mikill fjöldi sótti viðburði Lummudaga og veðrið lék við heimamenn og gesti Skagafjarðar.
Óheppilegt atvik átti sér stað í tengslum við vörusölu á götumarkaði á Sauðárkróki sem hefur verið tilefni fyrrgreindrar umfjöllunar. Í tilefni af því hafa aðstandendur Lummudaga, framkvæmdastjóri hátíðarinnar og félagsforingi Skátafélagsins Eilífsbúa hist og rætt málsatvik og sammælst um að draga jákvæðan lærdóm af því sem betur mátti fara í framkvæmd hátíðarinnar þannig að Lummudagar í Skagafirði 2015 heppnist enn betur og verði öllum Skagfirðingum og gestum þeirra tilefni til ánægjulegrar samveru og skemmtunar.
/fréttatilkynning