Gæruhljómsveitir - Kiriyama Family

Nú er undirbúningurinn fyrir tónlistarhátíðina Gæruna í fullum gangi og miðasala hafin á miði.is. Gæran verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk. Feykir hafði samband við hljómsveitirnar og tónlistarmennina sem koma fram á Gærunni í ár og mun vera með stuttar kynningar á þeim fram að hátíðinni.

Kiriyama Family verður á meðal þeirra hljómsveita sem stíga á stokk á Gærunni í ár.

Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Kiriyama Family spilar Hljóðgervla-popp með áhrifum frá 9. og 10. áratugnum.

Hafið þið lent í skemmtilegum uppákomum á tónleikum hjá ykkur? Bestu giggin okkar eru þegar einn heitasti aðdáandi okkar mætir og hún byrjar að dansa, dansa til að gleyma. Hún á gólfið og kemur okkur ávalt í enn meira stuð.

Hvað er á döfinni hjá ykkur? Við erum á fullu í hljóðverinu að ljúka við upptökur á nýrri breiðskífu sem kemur svo út í haust. Lagið Apart er fyrsta lagið af þeirri plötu sem við spilum að sjálfsögðu á Gærunni ásamt mikið af nýju efni.

Hvernig leggst það í ykkur að spila á Gærunni 2014? Við ætlum ekki að ljúga að ykkur. Við erum bara ógeðslega spennt!

Fleiri fréttir