Glæsilegur árangur UMSS á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði um helgina. Jóhann Björn Sigurbjörnsson (UMSS) varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki þegar hann sigraði bæði í 100 metra og 200 metra hlaupum. Hann hljóp 100 metrana á 10,77 sek og 200 metrana á 21,83 sek.

Alls voru sjö keppendur skráðir til leiks frá UMSS og samkvæmt vef Tindastóls unnu Skagfirðingar alls tvö gull-, þrjú silfur- og ein bronsverðlaun um helgina.

Þóranna Ósk Sigrjónsdóttir varð í 2. sæti í 100 metra grindahlaupi á 15,66 sek og í 2. sæti í hástökki með 1,63m.

Daníel Þórarinsson varð í 3. sæti í 400m hlaupi á 50,51sek.

Þá varð karlasveit UMSS í 2. sæti í 4x100m boðhlaupi á 43,38sek, en í sveitinni voru Sveinbjörn Óli Svavarsson, Daníel Þórarinsson, Ísak Óli Traustason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.

Viðtal við Jóhann Björn sem mbl.is tók má sjá hér.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.

Fleiri fréttir