Glæsilegur árangur UMSS á Meistaramóti Íslands
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði um helgina. Jóhann Björn Sigurbjörnsson (UMSS) varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki þegar hann sigraði bæði í 100 metra og 200 metra hlaupum. Hann hljóp 100 metrana á 10,77 sek og 200 metrana á 21,83 sek.
Alls voru sjö keppendur skráðir til leiks frá UMSS og samkvæmt vef Tindastóls unnu Skagfirðingar alls tvö gull-, þrjú silfur- og ein bronsverðlaun um helgina.
Þóranna Ósk Sigrjónsdóttir varð í 2. sæti í 100 metra grindahlaupi á 15,66 sek og í 2. sæti í hástökki með 1,63m.
Daníel Þórarinsson varð í 3. sæti í 400m hlaupi á 50,51sek.
Þá varð karlasveit UMSS í 2. sæti í 4x100m boðhlaupi á 43,38sek, en í sveitinni voru Sveinbjörn Óli Svavarsson, Daníel Þórarinsson, Ísak Óli Traustason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.
Viðtal við Jóhann Björn sem mbl.is tók má sjá hér.
Öll úrslit mótsins má sjá hér.