Heiðdís Pála söng sig inn í söngkeppni Samfés
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					12.03.2024			
	
		kl. 14.41	
			
	
	
	Á Facebook-síðu Húsi frítímans segir að Heiðdís Pála Áskelsdóttir hafi keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Friðar á Norður Org, sem er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, síðastliðinn föstudag og var keppnin að þessu sinni haldin á Dalvík. Heiðdís Pála stóð sig gríðarlega vel sem skilaði henni þátttökurétti á Söngkeppni Samfés sem haldin verður í byrjun maí fyrir hönd Friðar.  Til hamingju Heiðdís Pála og gangi þér vel í maí. 
 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
