Heitavatnslaust í kringum Bárustíg vegna bilunar
feykir.is
Skagafjörður
18.06.2014
kl. 11.38
Bilun er í stofnæð á Bárustíg á Sauðárkróki og verður því heitavatnslaust á svæðinu þar í kring meðan gert verður við. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skagafjarðarveitum er ekki hægt að segja til um hvenær vatn kemst aftur á en viðgerð verður hraðað sem kostur er.
Fleiri fréttir
-
Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru? | Jóhann Helgi Stefánsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 01.07.2025 kl. 14.18 oli@feykir.isÍsland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.Meira -
Fjóla fór á grásleppu á Skagafirði
Í byrjun júní voru frumfluttir tveir útvarpsþættir á Gömlu gufunni þar sem Króksarinn brottflutti, Fjóla K. Guðmundsdóttir, kynnir sér grásleppuveiði og skellir sér á sjóinn með Guðmundi Hauki frænda sínum, syni Smilla heitins á Þorbjargarstöðum á Skaga og Brynju Ólafsdóttur. Í fyrri þættinum kynnti Fjóla sér undirbúning veiðanna og lærði eitt og annað gagnlegt en í seinni þættinum er haldið út á Skagafjörðinn og grásleppa dregin. Helstu viðmælendur Fjólu eru mæðginin Brynja og Guðmundur og voru samtölin bæði skemmtileg og fróðleg. Eftir að hafa hlýtt á þættina fannst blaðamanni ekki annað hægt en að spyrja Fjólu aðeins út í þáttagerðina og hvernig það var að starfa einn dag sem grásleppukarl.Meira -
Sniglarækt möguleg hliðarbúgrein bænda?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 01.07.2025 kl. 10.00 bladamadur@feykir.isFyrir nokkru var Sigurður Líndal forstöðumaður Eims í viðtali á RÚV vegna frétta af því að Eimur hefði fengið styrk úr Lóu nýsköpunarsjóði sem er opinber sjóður til að styrkja nýsköpun á landsbyggðinni. Styrkinn fékk Eimur til að undirbúa kynningar á sniglarækt sem hliðarbúgrein en við hana mætti nýta umframorku og affall af hitaveitu. Einhvers misskilnings hefur gætt um að húnveskir bændur séu komnir á fullt í sniglarrækt. Hið rétta er að verkefnið er á frumstigi.Meira -
Auglýst eftir umsóknum í Húnasjóð
Nú auglýsir Húnaþing vestra eftir umsóknum í Húnasjóð fyrir árið 2025. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að aðeins sé tekið á móti umsóknum sem skráðar eru á íbúagátt, undir fjölskyldusvið. Það voru hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir stofnuðu Húnasjóð til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920.Meira -
Vorverkin í Brimnesskógum
Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.Meira