Helgarmarkaður í Kringlumýri

Vinnustofa Maríu verður opin í Kringlumýri í Blönduhlíð frá kl. 13 - 17 í dag og á morgun en samkvæmt auglýsingu í Sjónhorninu verður þar handverk til sölu og ýmislegt gamalt og nýtt.  

„Ný sending af antíkmunum; bollum og allskonar postulíni, ljósakrónum, dúkum og dúllum. Börnin verða með tombólu til styrktar RKÍ,“ segir í auglýsingunni.

„Heitt á könnunni - verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur,“ segir loks í auglýsingunni.

Fleiri fréttir