Húnabyggð hyggst bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir næsta haust

Hér sér yfir skóla- og íþróttasvæði Blönduóss og hluta íbúðabyggðar. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Hér sér yfir skóla- og íþróttasvæði Blönduóss og hluta íbúðabyggðar. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Á fréttavefnum Huni.is segir að sveitarstjórn Húnabyggðar fagni því að samningar hafi náðst á vinnumarkaði og er hún reiðubúin til að leggjast á árarnar um að samstaða náist um mál er varða aðkomu sveitarfélaga á samningunum. Sveitarstjórnin ætlar að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn frá og með næsta hausti og til loka samningstíma samninganna en með þeim fyrirvara að ríkisvaldið komið að málum eins og lagt er upp með. Þá leggur sveitarstjórnin áherslu á að tryggja þurfi aðkomu ríkisins til framtíðar að málaflokknum svo kostnaður lendi ekki í fanginu á sveitarfélögum að samningstímanum loknum.

Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnarfundar Húnabyggðar. Í bókuninni tekur sveitarstjórn fram að umræða um gjaldskrárhækkanir sé mjög einhæf og stundum villandi. Gjaldskrár sveitarfélaga séu mjög mismunandi og prósentuhækkanir segi ekki alla söguna um hvernig sveitarfélög veiti og þrói þjónustu við íbúa. Það sé grunngjaldið (upphæð í krónutölu) sem verið er að hækka sem skipti mestu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir